Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

333. fundur 14. mars 2016 kl. 09:00 - 11:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason 2. varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2016

201601001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmis mál tengd rekstri sveitarfélagsins.

Fyrir liggur erindi frá SSA um að Fljótsdalshérað komi að því að bjóði upp á léttar veitingar á opnum íbúafundi um sóknaráætlun, sem haldinn verður í Valaskjálf 15. mars nk.
Bæjarráð samþykkir að leggja 200.000 kr. í verkefnið og það verði tekið af lið 2150.


Lögð fram til kynningar skýrsla PWC um markaðslaun á Íslandi árið 2015.

Trúnaðarmál. Fært í trúnaðarmálabók.

Lagt fram til kynningar minnisblað um stöðu samningaviðræðna um daggjöld hjúkrunarheimila við sjúkratryggingar Íslands.

2.Fjarskiptasamband í dreifbýli

201302127

Lagðar fram upplýsingar frá Rafey um verkefnið Sveitanet, sem snýr að örbylgjusambandi í dreifbýli sveitarfélagsins. Þar kemur fram að búið er að tengja rúmlega 50 heimili og stefnir í að þau verði um 60 í lok mars, miðað við fyrirliggjandi pantanir.

3.Útboð reksturs Héraðsþreks og gjaldskrá

201510014

Málinu var vísað frá 332. fundi bæjarráðs til nánari umfjöllunar.
Bæjarráð samþykkir með 2 atkv. en 1 sat hjá (PS) tillögu íþrótta og tómstundanefndar um breytingu á gjaldskrá sundlaugarinnar á Egilsstöðum . Breytingin tekur gildi 1. maí.

4.Dekkjakurl á knattspyrnuvöllum og sparkvöllum

201602118

Fjallað um umsögn Sambands Ísl. sveitarfélaga um málið og hvernig hægt sé að bregðast við þessum málum hjá Fljótsdalshéraði.

Bæjarráð stefnir á að halda fund með fulltrúum foreldrafélaga grunnskólanna, og fulltrúum íþróttafélaga, ásamt fagaðila, til að ræða stöðuna og mögulegar aðgerðir vegna spark- og íþróttavalla á Fljótdalshéraði. Einnig verði boðaðir fulltrúar úr íþrótta- og tómstundanefnd og umhverfis- og framkvæmdanefnd. Bæjarstjóra falið að boða fundinn.

5.Tillaga til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun)

201603064

Lagt fram til kynningar.

6.Húsaleiga Miðvangi 31

201504059

Í vinnslu.

7.Starfsáætlanir bæjarráðs

201603067

Lögð fram drög að starfsáætlun bæjarráðs fyrir árið 2016.
Bæjarráð samþykkir að áætlunin verði kynnt á næsta bæjarstjórnarfundi og leggur til að kynntar starfsáætlanir nefnda verði síðan aðgengilegar á heimasíðu sveitarfélagsins.

8.Sumarlokun bæjarskrifstofu

201303025

Bæjarstjóri kynnti tillögu um að á komandi sumri verði sumarlokun bæjarskrifstofu Fljótsdalshéraðs á tímabilinu 18. til 29. júlí. Framkvæmdin verður með sama hætti og undanfarin ár, þannig að svarað verður í síma þessar tvær vikur á hefðbundnum opnunartíma skrifstofunnar og reynt að bregðast við brýnustu erindum.

Bæjarráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leyti.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?