Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

330. fundur 15. febrúar 2016 kl. 09:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2016

201601001

Rædd áfrýjun máls HEF og Fljótsdalshéraðs gegn Lánasjóðnum og næstu skref varðandi það.

2.Fundargerðir stýrihóps um Sjálfbærniverkefni Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar, 2016

201601238

Lögð fram til kynningar, fundargerð frá 29. janúar 2016.

3.Húsnæði barna- og leikskóla á Eiðum

201601181

Bæjarstjóri fór yfir viðræður við kvenfélag- og búnaðarfélag Eiðaþinghár um húsnæði barna- og leikskólans á Eiðum. Einnig fór hann yfir þann búnað sem þar er til staðar og tilheyrir skólanum.
Bæjarráð samþykkir að gengið verði frá samningi um sölu á viðkomandi eignum og lausafé og að samningurinn verður lagður fyrir næsta fund bæjarráðs.



4.Þjónustusamfélagið á Héraði

201504016

Lagt fram erindi frá stjórn Þjónustusamfélagsins á Héraði, með tillögum um nokkrar úrbætur tengdar miðbænum fyrir sumarið 2016.

Bæjarráð þakkar þjónustusamfélaginu fyrir ýmsar góðar ábendingar og samþykkir að vísa áherslupunktunum til umhverfis- og framkvæmdanefndar til nánari umræðu og úrvinnslu.

5.Tillaga til þingsályktunar um embætti umboðsmanns aldraðra

201602053

Lögð fram til umsagnar tillaga til þingsályktunar um embætti umboðsmanns aldraðra.

Lagt fram til kynningar.

6.Skráning og mat vatnsréttinda

200811060

Lagt fram bréf frá Landsvirkjun varðandi álagningar fasteignaskatts á vatnsréttindi Kárahnjúkavirkjunar.
Einnig farið yfir drög að svarbréfi sem bæjarstjóri kynnti.
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að svara bréfi Landsvirkjunar í þeim anda sem kynnt var á fundinum.

7.Fjarskiptasamband í dreifbýli

201302127

Farið yfir stöðuna í málinu og samskipti SSA og Fjarskiptasjóðs varðandi fyrirhugaða framkvæmd á lagningu ljósleiðara í dreifðum byggðum landsins á líðandi ári.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram og gæta hagsmuna sveitarfélagsins í samræmi við það sem rætt var á fundinum.

8.Reykjavíkurflugvöllur - framtíðarstaðsetning

201011096

Bæjarráð leggur áherslu á það við skipulagsyfirvöld í Reykjavík að tryggt verði að starfssemi Reykjavíkurflugvallar verði óskert og þá ekki síst með tilliti til öryggis þeirra íbúa landsins sem geta átt allt sitt undir óhindruðum samgöngum til Reykjavíkur.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?