Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

328. fundur 01. febrúar 2016 kl. 09:00 - 11:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2016

201601001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkur fjármálatengd mál sem varða rekstur sveitarfélagsins.
Fram kom að gjaldfærsla vegna hækkunar lífeyrisskuldbindinga ársins 2015 nemur kr. 37,6 milljónum.
Að auki var farið yfir aðalbók 2015 og ræddir einstakir liðir, sem óskað er frekari skýringa á. Bæjarstjóra falið að afla nánari upplýsinga um þá fyrir næsta fund bæjarráðs.

Rædd staða mála er varaðar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga.

2.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2016

201601231

Fundargerð 23. fundar frá 19. janúar 2016 lögð fram til kynningar.

3.Húsnæði barna- og leikskóla á Eiðum

201601181

Björn Ingimarsson bæjarstjóri greindi frá viðræðum við fulltrúa kvenfélags- og búnaðarfélags Eiðaþinghár, sem gert hafa tilboð í skólahúsnæðið, en hann fundaði með þeim í síðustu viku.

Fanney Hannesdóttir og Jóhann Gísli Jóhannsson mættu á fundinn, til að fara betur yfir kauptilboðið og hugmyndum félaganna varðandi nýtingu húsnæðisins.

Að lokinni yfirferð yfir málið, samþykkti bæjarráð að veita bæjarstjóra umboð til ganga til samninga við fulltrúa kvenfélags- og búnaðarfélags Eiðaþinghár, á grundvelli tilboðs þeirra. Stefnt er að því að samningsdrög verði lögð fyrir næsta fund bæjarráðs.

4.Fjarskiptasamband í dreifbýli

201302127

Björn Ingimarsson bæjarstjóri sagði frá fundi um málefni tengd ljósleiðarvæðingu dreifbýlisins sem hann sat sl. fimmtudag, en fundurinn var á vegum SSA.

Bæjarráð leggur áherslu á það að sveitarfélög á Austurlandi, í samstarfi við þau sveitarfélög á Norðurlandi eystra sem verkefnið varðar, vinni saman að framgangi þess í samræmi við þær hugmyndir sem kynntar voru í skýrslu starfshóps Innanríkisráðuneytisins um Ísland ljóstengt.
Bæjarráð telur hins vegar að sú aðferðarfræði sem nú hefur verið kynnt sé ekki í samræmi við þær hugmyndir sem fram komu í skýrslunni. Bæjarráð telur því ástæðu til þess að sveitarfélög stigi varlega til jarðar í málinu.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?