Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

325. fundur 11. janúar 2016 kl. 09:00 - 12:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Tækja- og tækniminjasafn í miðbæ Egilsstaða

201512088

Lagt fram bréf frá Samgöngu og tækjasafni Austurlands ásamt Mótorhjólaklúbbnum Goðum um formlegar viðræður um uppbyggingu tækja- og tækniminjasafns í miðbæ Egilsstaða.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við núverandi leigutaka að Miðvangi 31 um framtíðarstaðsetningu þeirrar starfsemi sem þar er í dag.
Jafnframt er erindinu vísað til atvinnu- og menningarnefndar til umsagnar.

2.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir og nefndir á vegum Fljótsdalshéraðs

201406079

Kosning í undirkjörstjórnir, 6 aðalmenn og 6 til vara.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að á næsta fundi hennar verði kosið í undirkjörstjórnir.

3.Þorrablótsnefnd Eiða- og Hjaltastaðaþinghár

201601004

Lagt fram bréf frá fimm nefndarmönnum þorrablótsnefndar þar sem fram kemur að vegna fámennis sé nefndin óstarfhæf og er óskað eftir því að bæjarstjórn hlutist til um að stokkað verði upp í umræddum nefndum sem fyrst.

Bæjarráð telur það ekki vera hlutverk sveitarstjórnar að hlutast til um skipan þorrablótsnefnda og lítur svo á að þar sé um að ræða verkefni sem íbúar á viðkomandi svæðum verða að leysa.

4.Skráning og mat vatnsréttinda

200811060

Lagt fram bréf frá Þjóðskrá Íslands, dagsett 28.12. 2015, varðandi skráningu vatnsréttinda á Kárahnjúkasvæðinu.

Lagt fram til kynningar.

5.Jörðin Grunnavatn á Jökuldal

201508003

Lagt fram bréf frá Ólafi Björnssyni hrl. varðandi jörðina Grunnavatn.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til viðræðna við bréfritara í samræmi við umræður á fundinum.

6.Frumvarp til laga um húsnæðisbætur

201512125

Lagður fram tölvupóstur, dags. 21.12. 2015, frá nefndarsviði Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um húsnæðisbætur.
Umsagnarfrestur er til 14. janúar 2016.

Lagt fram til kynningar.

7.Frumvarp til laga um húsaleigulög

201512124

Lagður fram tölvupóstur, dags. 21.12. 2015, frá nefndarsviði Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um húsaleigulög. Umsagnarfrestur er til 14. janúar 2016.

Lagt fram til kynningar.

8.Frumvarp til laga um almennar íbúðir

201512123

Lagður fram tölvupóstur, dags. 21.12. 2015, frá nefndarsviði Alþingis þar sem óskað er eftir umsögn um frumvarp til laga um almennar íbúðir. Umsagnarfrestur er til 14. janúar 2016.

Lagt fram til kynningar.

9.Skipulagsbreytingar hjá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga

201512119

Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 17.12. 2015, þar sem fram kemur að frá og með 1. janúar 2016 muni greiðslur framlaga til sveitarfélaga, bókun fylgiskjala og uppgjör sjóðsins flytjast frá sjóðnum til Fjársýslu ríkisins.

Lagt fram til kynningar.

10.Uppgjör Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga á rekstrargrunni

201512118

Lagt fram bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dags. 17.12. 2015, þar sem fram kemur að endanleg uppgjör framlaga sjóðsins vegna yfirfærslu grunnskólans og málefna fatlaðs fólks mun ekki liggja fyrir og þar með ekki greiðast, fyrr en í janúar 2016 en mun þó bókfærast pr. 31.12. 2015 sem inneign sveitarfélaganna hjá sjóðnum.

Lagt fram til kynningar.

11.Vatnajökulsþjóðgarður

201512093

Lagt fram bréf sem sent var forsætisráðherra og þingmönnum kjördæmisins 11. desember 2015 þar sem formenn svæðisráða austur- og norðursvæðis óska eftir auknum framlögum til reksturs Vatnajökulsþjóðgarðs til að staðið að eðlilegri upplýsingagjöf og mönnun gestastofa.

Lagt fram til kynningar.

12.Fjármál 2016

201601001

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum dagskrárlið og fór yfir nokkra liði tengda fjármálum á yfirstandandi ári.

Guðlaugur kynnti endurreiknaða launaáætlun, sem gerð var í kjölfar nýrra kjarasamninga sem gerðir voru í lok síðasta árs. Bæjarráð samþykkir að vísa þeirri áætlun til viðkomandi nefnda til frekari yfirferðar.

Farið yfir íbúaþróun síðasta árs. Bæjarráð hvetur íbúa sveitarfélagsins til að skrá lögheimili sitt til samræmis við heimilisfesti og hvar viðkomandi þiggja sína þjónustur. Mikilvægt er að hafa í huga að þjónusta sveitarfélaga byggir að stórum hluta á þeim útsvarstekjum sem þau fá af skráðum íbúum.

Tekið fyrir trúnaðarmál og afgreiðsla þess færð í trúnaðarmálabók.

13.Virðisaukaskattur vegna fólksflutninga

201512031

Lagt fram bréf ríkisskattsstjóra til fjármála- og efnahagsráðuneytis varðandi undanþáguákvæði 3. Mgr. 2. Gr. laga nr. 50/1988 um virðisaukaskatt.

Lagt fram til kynningar.

14.Fjárfestinga- og viðhaldsáætlun 2013-2019 fyrir Safnahúsið

201311017

Lögð fram yfirlýsing frá sameiginlegum fundi stjórna Héraðsskjalasafns Austfirðinga og Minjasafns Austurlands, dags. 11.12. 2015, þar sem fram kemur að samþykkt er að framkvæmdatími vegna samnings um 30 millj. kr. framlag Fljótsdalshéraðs til endurbóta og viðhalds á Safnahúsinu á árunum 2014 og 2015 verði framlengdur til áranna 2016 og 2017. Gerður er þó fyrirvari varðandi það að hve miklu leyti samningurinn hafi verið uppfylltur nú þegar og er í því sambandi óskað eftir nánari sundurliðun á útgjaldaliðum vegna viðhalds í húsnæðinu á árunum 2014 og 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð lýsir yfir ánægju með að fyrir liggur sameiginlegur skilningur varðandi stærri framkvæmdir í húsnæðinu og felur bæjarstjóra að koma á framfæri umbeðnum upplýsingum um leið og unnt verður.

15.Loftslagsmál og endurheimt votlendis

201511088

Lagt fram bréf frá Náttúrustofu Austurlands, dags. 24. nóvember 2015 þar sem fram kom m.a. hvatning til sveitarstjórna á Austurlandi um að vera í fararbroddi við að ákvarða svæði í landshlutanum þar sem endurheimt votlendis gæti farið fram. Einnig kom fram að NAUST hefur sótt um styrk til umhverfisráðuneytisins til að vinna að tillögu að tíu svæðum á Austurlandi þar sem endurheimta megi ónýtt votlendissvæði. Vonast NAUST eftir samvinnu við sveitarfélög á Austurlandi í verkefninu fáist styrkur til þess.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til náttúruverndarnefndar.

16.Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Austurlandi 2016

201512084

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi með tilkynningu um að aðalfundur Sambandsins verði haldinn á Seyðisfirði 7. og 8. október 2016.

17.Fundur um Safnahúsið 11.desember 2015

201512103

Lögð fram til kynningar.

18.Fundargerð 834. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

201512087

Lögð fram til kynningar.

19.Fundargerð 833. stjórnarfundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

201512086

Lögð fram til kynningar.

20.Fundargerðir Ársala bs. 2015

201501268

Fundargerð frá 9. desember 2015 lögð fram til kynningar.

21.Fundargerð 199.fundar stjórnar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201601002

Lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?