Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

294. fundur 04. maí 2015 kl. 09:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2015

201501007

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkra þætti í rekstri sveitarfélagsins á líðandi ári.

Rætt um þróun og kostnað í tölvumálum undanfarin ár og ákveðið að taka þau mál betur fyrir undir liðnum fjármálum á næsta fundi.
Einnig rætt um fyrirkomulag á geymslu upptaka frá fundum bæjarstjórnar, frá því núverandi útsendingarkerfi var tekið upp.

2.Fundargerð 187. fundar stjórnar HEF

201504120

Gunnar Jónsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Fundargerðir Ársala bs. 2015

201501268

Umfjöllun frestað til næsta fundar.

4.Starfsáætlanir nefnda Fljótsdalshéraðs 2015

201501262

Starfsáætlun bæjarráðs var til umræðu og framsetning á kynningu hennar fyrir bæjarstjórn.

Bæjarráð samþykkir drög að starfsáætlun málaflokks 21, eins og hún var lögð fram.

5.Hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna

201408045

Þar sem engin göng lágu fyrir var málinu frestað.

6.Fjarvarmaveitan á Eiðum

201504091

Bæjarráð samþykkir að óska eftir því að skipulags og byggingarfulltrúi og formaður umhverfis- og framkvæmdanefndar komi á næsta fund bæjarráðs og geri betur grein fyrir málinu og þeim gögnum sem fyrir liggja.

7.Ársfundur Sjálfbærniverkefnis Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar

201504126

Lagt fram til kynningar fundarboð frá Austurbrú vegna Sjálfbærniverkefnis Alcoa Fjarðaáls og Landsvirkjunar. Fundurinn er boðaður á sama tíma og fundur bæjarstjórnar þann 6. maí nk. en starfsmenn sveitarfélagsins munu sitja fundinn.

8.Frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum/til umsagnar

201504135

Lagður fram tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis, dags. 30. apríl 2015, umsagnarbeiðni um frumvarp til laga um breytingu á húsaleigulögum.

Bæjarráð gerir ekki athugasemd við frumvarpið á þessu stigi.

9.Beiðni um tilnefningar fulltrúa í svæðisráð fyrir rekstrarsvæði 2 í Vatnajökulsþjóðgarði

201504136

Lagt fram bréf frá Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, dags. 28. apríl 2015 með beiðni um að Fljótsdalshérað og Fljótsdalshreppur tilnefni sameiginlega þrjá fulltrúa í svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs, rekstrarsvæði 2.

Hefðbundin skipan mála er sú að Fljótsdalshérað tilnefnir 2 fulltrúa og Fljótsdalshreppur 1.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að Ruth Magnúsdóttir, Björn Ármann Ólafsson verði fulltrúar Fljótsdalshéraðs og að haft verði samband við Fljótsdalshrepp um tilnefningu á fulltrúa þeirra í svæðisráði Vatnajökulsþjóðgarðs á rekstrarsvæði 2.

10.Sjávarútvegsskóli Austurlands

201504139

Lagt fram kynningarefni frá Sjávarútvegsskóla Austurlands ásamt erindi frá skólanum.

Bæjarráð er allmennt fylgjandi því að ungmenni hafi tækifæri til að kynnast grunnatvinnuvegum þjóðarinnar. Málinu vísað til verkstjóra vinnuskólans til nánari skoðunar og niðurstaðan verði svo kynnt fyrir umhverfis- og framkvæmdanefnd, sem afgreiði málið endanlega.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?