Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

229. fundur 03. apríl 2013 kl. 14:30 - 16:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Katla Steinsson áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Á kynningu í upphafi fundar mættu eftirtaldir bæjarfulltrúar, auk aðalmanna í bæjarráði:
Páll Sigvaldason, Jónas Guðmundsson, Sigvaldi H. Ragnarsson, Árni Kristinsson.

1.Ársreikningur 2012

201303154

Magnús Jónsson endurskoðandi KPMG, mætti á fundinn og kynnti ársreikning og endurskounarskýrslu Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2012. Öllum bæjarfulltrúum var boðið að sitja fundinn undir kynningu Magnúsar.

Að lokinni kynningu Magnúsar var honum þökkuð koman og greinargóðar upplýsingar.

Eftirfarandi tillaga lög fram.

Bæjarráð samþykkir að vísa ársreikningi og endurskoðunarskýrslu Fljótsdalshéraðs fyrir árið 2012, til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Jafnframt er fjármálastjóra falið að senda umrædd gögn strax til Kauphallarinnar til birtingar þar, eins og reglur segja til um, þegar bæjarráð hefur áritað þau.

Fundi slitið - kl. 16:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?