Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

263. fundur 25. ágúst 2014 kl. 09:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer 2. varamaður
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Anna Gunnhildur Ingvarsdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Fulltrúar starfsmanna Rarik á Egilsstöðum munu mæta til fundar við bæjarráð kl. 10:30.

1.Fjármál 2014

201401002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir talnalegar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins.
Einnig farið yfir núverandi reglur um greiðslur til bæjarráðsmanna vegna starfa og sameiginlegan skilningi á útfærslu þeirra.
Málið verður frekar tekið upp á næsta bæjarráðsfundi.

2.Fjárhagsáætlun 2015

201405038

Farið yfir vinnuplanið vegna gerðar fjárhagsáætlunar 2015, en í september verður aðal vinnan við hana í nefndum og hjá starfsmönnum.
Samkvæmt reglum eiga fjárhagsáætlanir sveitarfélaga að vera tilbúnar til afgreiðslu í bæjarstjórn í lok október.

3.Fundargerð byggingarnefndar hjúkrunarheimilis

201408097

Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarnefndar hjúkrunarheimilis frá 20.ágúst 2014.

4.Fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Austurlands

201408098

Lögð fram til kynningar, fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Austurlands, frá 18.ágúst 2014.

5.Upplýsingamiðstöð í Möðrudal

201402191

Lögð fram bókun frá Sveitarfélaginu Hornafirði, dags. 12.ágúst 2014 varðandi málið.

Svar Hornafjarðar er móttekið, en beðið er svara frá öðrum sveitarfélögum sem leitað var álits hjá.

6.Hundrað ára afmæli kosningaréttar kvenna

201408045

Lagður fram tölvupóstur frá Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur, dags. 11. ágúst 2014 með hvatningu til bæjar- og sveitarfélaga, stofnana, skóla og safna til að minnast 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna á Íslandi á árinu 2015.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til atvinnu- og menningarnefndar.

7.Verkefnahópur vegna Drekasvæðis

201212063

Bæjarráð samþykkir að skipa Guðmund Sveinsson Kröyer formann atvinnu- og menningarmálanefndar í hópinn í stað Eyrúnar Arnardóttur.

8.N4 - Erindi vegna dreifikerfis

201408111

Haddur Áskelsson umsjónarmaður tölvumála mætti á fundinn til að upplýsa fundarmenn um stöðu mála.

Fram kemur í erindi bréfritara og umkvörtunum íbúa í dreifbýli á Fljótsdalshéraði, að útsendingar N4 sjónvarpsstöðvarinnar nást ekki til sveita.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að leita upplýsinga um hvað veldur því að þessar útsendingar nást ekki á umræddu svæði og leita lausna í málinu.
Þrír fulltrúar starfsmanna Rarik á Egilsstöðum mættu til fundar við bæjarráð kl. 10:30.
Farið var yfir starfsemi RARIK á Fljótsdalshéraði og verkefni starfsstöðvarinnar á Egilsstöðum.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?