Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

281. fundur 26. janúar 2015 kl. 09:00 - 10:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2015

201501007

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkur atriði sem varða fjármál sveitarfélagsins.

Rætt um ársuppgjör 2014 og er stefnt að því að leggja ársreikninginn fram til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar þann 1. apríl nk.

2.Fundargerðir Samtaka orkusveitarfélaga 2015

201501132

Stefán Bogi Sveinsson fór yfir fundargerðina og sagði frá stöðu mála varðandi umræðu og undirbúning að skattlagningu ýmissa virkjunarmannvirkja.

Fundargerðin að öðru leyti lögð fram til kynningar.

3.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2015

201501192

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn breytingu á aðalfulltrúum til setu á Landsþingi Sambands Ísl sveitarfélaga. Aðalfulltrúar verði: Anna Alexandersdóttir, Gunnar Jónsson og Stefán Bogi Sveinsson.
Varamenn verði Guðmundur Kröyer, Sigrún Blöndal og Páll Sigvaldason.

4.Starfsmannamál

201501095

Bæjarstjóri og skrifstofustjóri fóru yfir nokkrar hugmyndir sem hafa verið til skoðunar, varðandi útfærslu á endurskoðun á starfsmannastefnu sveitarfélagsins. Þeim síðan falið að vinna málið áfram.

5.Aðstaða Leikfélags Fljótsdalshéraðs

201501207

Lagt fram og rætt erindi frá forsvarsmönnum Leikfélags Fljótsdalshéraðs, dags. 17. jan. 2015 varðandi aðstöðu fyrir leikfélagið til æfinga, geymslu og leikmyndagerðar.
Bæjarráð samþykkir að halda áfram viðræðum við forsvarsmenn leikfélagsins til að reyna að finna lausn á málinu og felur bæjarstjóra að vinna það mál áfram.

6.Rafræn skilríki

201501212

Haddur Áslaugsson umsjónarmaður tölvumála sat fundinn undir þessum lið og fylgdi málinu úr hlaði.
Að lokinni yfirferð yfir málið samþykkti bæjarráð að taka upp Íslykil/rafræn skilríki og verður kostnaðurinn færður á bókhaldslykilinn 21-41 rafræna stjórnsýslu.

7.Frumvarp til laga um örnefni

201501220

Lagður fram tölvupóstur frá nefndarsviði Alþingis, dags. 22. jan. 2015, með beiðni um umsögn vegna frumvarps til laga um örnefni.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við frumvarpið.

8.Dýralæknaþjónusta

201501224

Lagður fram til kynningar og umræðu tölvupóstur frá Hirti Magnasyni dýralækni á Egilsstöðum varðandi bakvaktir dýralæknis. Einnig lagt fram svar Sigurborgar Daðadóttur yfirdýralæknis hjá Matvælastofnun við tölvupósti Hjartar og svar Hjartar við þeim pósti.
Málið er í vinnslu hjá umhverfis- og framkvæmdanefnd og mun þaðan koma til umfjöllunar á næsta bæjarstjórnarfundi.
Í lok fundar fór bæjarráðið í skoðunarferð í nýbyggingu hjúkrunarheimilisins við Blómvang 1.

Fundi slitið - kl. 10:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?