Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

245. fundur 28. nóvember 2013 kl. 15:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjarskiptasamband í dreifbýli

201302127

Farið yfir stöðu mála. Enn hafa ekki borist gögn og upplýsingar sem beðið hefur verið eftir, en í skoðun eru ákveðnar hugmyndir að úrbótum.

Lagt fram til kynningar að öðru leyti.

2.Færsla óss Lagarfljóts og Jöklu

201309117

Eftirfarandi erindi barst 27. nóv. sl. frá Skipulagsstofnun.
Landsvirkjun hefur sent Skipulagsstofnun meðfylgjandi tilkynningu, sem móttekin var af Skipulagsstofnun 22. nóvember 2013, um ofangreinda framkvæmd skv. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 m.s.b.

Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 m.s.b. og 11. gr. reglugerðar nr. 1123/2005 um mat á umhverfisáhrifum er hér með óskað eftir að Fljótsdalshérað gefi umsögn um hvort og á hvaða forsendum ofangreind framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum að teknu tilliti til 3. viðauka í framangreindum lögum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Í samræmi við endurteknar bókanir skipulags- og mannvirkjanefndar, bæjarráðs og bæjarstjórnar, gerir sveitarfélagið Fljótsdalshérað ekki athugasemd við umrædda framkvæmd og telur ekki ástæðu til þess að fara í sérstakt umhverfismat vegna hennar.



3.Jólaleyfi bæjarstjórnar 2013

201311110

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð leggur til að jólaleyfi bæjarstjórnar verði frá 5. desember til 13. janúar. Bæjarráði verði veitt fullnaðarafgreiðsluheimild mála þann tíma sem bæjarstjórn verður í jólaleyfi. Áformaðir fundir bæjarráðs eru 11. desember og 8. janúar, en boðað verði til aukafunda ef þurfa þykir.

4.Viðtalstímar bæjarfulltrúa

201201015

Lögð fram erindi sem bárust í síðasta viðtalstíma bæjarfulltrúa, en þar tók Sigrún Blöndal á móti gestum.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að koma erindunum í vinnslu hjá viðkomandi starfsmönnum og nefndum.

5.SÁÁ, styrkbeiðni og boð um fjölskyldumeðferð /námskeið á Egilsstöðum

201311137

Lagt fram erindi frá SÁÁ, dags. 22. nóvember 2012, annarsvegar með boði um að halda fjölskyldunámskeið á Eigilsstöðum og hinsvegar um styrkbeiði vegna viðbyggingar á Vogi.

Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umsagnar hjá félagsmálanefnd.

6.Vinabæjarmót; Eisvoll í Noregi sumarið 2014

201311118

Lagt fram bréf, dagsett 18. nóv. 2013 frá Einari Madsen, þar sem tveimur fulltrúum frá vinabæjum Eidsvoll í Noregi er boðið að vera viðstödd hátíðahöld vegna 200 ára afmælis sjálfstæðs ríkis í Noregi, dagana 16.- 19. maí 2014.

Bæjarráð staðfestir að Fljótsdalshérað mun þiggja boðið.

7.Bókun Bæjarráðs Fjarðabyggðar vegna Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands

201311130

Lögð fram bókun bæjarráðs Fjarðabyggðar, frá 18. nóvember 2013, um framtíð Atvinnuþróunarsjóðs Austurlands.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs telur mikilvægt að vinna af krafti að markaðssetningu Egilsstaðaflugvallar og telur vel koma til greina að nýta fjármuni Atvinnuþróunarsjóðs í það verkefni eftir því sem reglur sjóðsins koma til með að heimila. Ákvörðun um slíkt verði tekin á vettvangi sjóðsins.

8.Gjaldskrár 2014

201311075

Kynnt tillaga að breytingu á afslætti á greiðslu fasteignaskatts á íbúðarhúsnæði fyrir ellilífeyris- og örorkuþega.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðmiðunartölur verði sem hér segir fyrir árið 2014:

Tekjutengdur afsláttur af fasteignaskatti verði allt að kr. 60.000
Tekjumörk verði sem hér segir:
Einstaklingar
Fullur afsláttur skv. 4. gr. með tekjur allt að kr. 2.262.000
Engan afslátt með tekjur yfir kr. 2.968.000
Hjón og samskattað sambýlisfólk
Fullur afsláttur skv. 4. gr. með tekjur allt að kr. 3.181.000
Engan afslátt með tekjur yfir kr. 4.029.000

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fyrir liggja drög að gjaldskrárbreytingum fyrir sorphirðu og sorpeyðingu á Fljótsdalshéraði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar samþykkir bæjarráð framlögð drög að gjaldskrárbreytingum fyrir sorphirðu og sorpeyðingu á Fljótsdalshéraði: Breytingarnar eru 2,5% hækkun á sorphirðu- og sorpförgunargjaldi á hverja íbúð í þéttbýli og á lögbýli, eða íbúðarhús utan þéttbýlis. Gjaldið hækkar úr kr. 22.440 kr. í 23.000 kr. 3,2% vísitöluhækkun á gjald fyrir úrgang sem komið er með til söfnunarstöðvar (gjaldskrá fyrir sorpmóttökuplan)
Gjaldi fyrir auka gráa tunnu hækki í kr. 7.072.- sem er raunkostnaður við tunnuna.
Breytingin taki gildi 1. janúar nk.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

9.Samningur um rekstur skíðasvæðis í Stafdal ásamt viðauka

201111151

Lagður fram samningur um rekstur skíðasvæðis í Stafdal ásamt viðauka, milli Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðarkaupstaðar og skíðafélagsins í Stafdal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð lýsir sig samþykkt fyrirliggjandi drögum og heimiar bæjarstjóra að ganga frá og undirrita samning á grundvelli þeirra.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Dvalarheimili aldraðra /Kaupsamningur

201311117

Lögð fram drög að kaupsamningi Dvalarheimilis aldraðra á 14 íbúðum, sem félagið hyggst kaupa af Íbúðalánasjóði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir kaupsamninginn fyrir sitt leyti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Framtíðarfyrirkomulag skólastarfs á Hallormsstað

201305081

Rætt um framtíðarfyrirkomulag skólastarfs á Hallormsstað, en það hefur verið til skoðunar hjá sérstökum starfshópi undarfarna mánuði. Starfshópurinn hefur nú skilað tillögum og er þar um þrjá valkosti að ræða.

Bæjarráð samþykkir að næstu skref í málinu verði að boða til sameiginlegs fundar bæjarráðs og sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps þar sem tillögurnar verði ræddar. Í framhaldi af því verði þær kynntar starfsfólki Hallormsstaðaskóla. Næstu skref í málinu verði ákveðin í framhaldi af þeim fundum.

12.Samkomulag um kaup á hlutum í Reiðhöllinni Iðavöllum ehf.

201311106

Lagður fram samningur um kaup Fljótsdalshéraðs á hlutafé Hestamannafélagsins Freyfaxa í Reiðhöllinni Iðavöllum ehf. Umsamið kaupverð eru 10 krónur.

Bæjarráð beinir því til bæjarstjórnar að hún staðfesti samninginn í samræmi við ákvæði hans.

Samþykkt samhljóða.

13.Fjármál 2013

201301002

Undir þessum lið voru kynntar ýmsar upplýsingar frá fjármálstjóra sem varða rekstur sveitarfélagsins á árinu.
Fram kom að búið er að senda upplýsingar til eftirlitsnefdar um fjármál sveitarfélaga um fjármálastjórnun og eftirlit hjá Fljótsdalshéraði.

Kynnt trúnaðarmál. Umfjöllun færð í trúnaðarmálabók.

Ormsteiti 2013
Fyrir liggur ósk frá fráfarandi framkvæmdastjóra Ormsteitis um viðbótarfjármagn vegna uppgjörs á hátíðinni 2013. Um er að ræða 600 þúsund krónur

Bæjarráð felur bæjarstjóra að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun 2013 sem gerir ráð fyrir viðbótarframlagi til Ormsteitis. Viðaukinn verði lagður fyrir næsta fund bæjarráðs. Jafnframt óskað eftir því að formaður menningar- og íþróttanefndar og atvinnu- menningar- og íþróttafulltrúi komi á næsta fund bæjarráðs til að ræða framtíðarfyrirkomulag Ormsteitis.

14.Uppbygging sölumiðstöðvar Húss handanna / Anddyri Austurlands

201301023

Lögð fram til kynningar greinargerð frá forsvarsmönnum Húss handanna, auk ályktunar frá auka aðalfundi félagsins sem haninn var 11. nóv. sl. ásamt fylgigögnum.

Bæjarráð samþykkir með vísan til bókunar atvinnumálanefndar frá 8. apríl sl. að Húsi handanna verði veittur styrkur úr atvinnumálasjóði að fjárhæð 1.500.000 kr. til að markaðssetja, kynna og selja Austfirskt handverk og hönnun. Óskað er eftir því að skilað verði greinargerð um ráðstöfun fjárins fyrir árslok 2014. Skilyrði fyrir greiðslu styrksins er að staðfest verði ný inngreiðsla hlutafjár að minnsta kosti jafn há þessari upphæð. Bæjarstjóra veitt heimild til að ganga frá greiðslu styrksins þegar staðfesting á framangreindu liggur fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

15.Fasteignafélag Fljótsdalshéraðs, fundargerð 19.nóv.2013

201311102

Í upphafi umræðu undir þessum lið lagði Gunnar Jónsson fram álit lögmanns varðandi hæfi hans til að taka þátt í umræðum og afgreiðslu þessa máls og annarra sem tengjast reiðhöllinni á Iðavöllum. Kom fram hjá Gunnari að þetta væri gert í ljósi óformlegra athugasemda sem borist hefðu honum.
Fór hann fram á að fundurinn tæki afstöðu til hæfis hans til að taka þátt í afgreiðslu málsins.

Tillaga um vanhæfi var tekin til afgreiðslu og hún felld með öllum greiddum atkvæðum.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarráð samþykkir að skipa fimm manna starfshóp um framtíðarfyrirkomulag rekstrar reiðhallarinnar. Bæjarráð tilnefni þrjá fulltrúa og þar af verði einn fulltrúi ferðaþjónustuaðila, einn fulltrúi hestamanna og einn úr hópi bæjarfulltrúa. Þeim til viðbótar verði einn fulltrúi skipaður af menningar- og íþróttanefnd og einn fulltrúi skipaður af atvinnumálanefnd. Starfsmaður nefndarinnar verði atvinnu- menningar og íþróttafulltrúi.

Gengið verði frá endanlegri skipun starfshópsins á næsta fundi bæjarráðs en gert er ráð fyrir að hópurinn skili tillögum sínum fyrir lok janúar 2014.

16.Fundargerð 161. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201311151

Varðandi lið 1 í fundargerð HEF, Lánasamningur við Íslandsbanka.

Ábyrgðaryfirlýsing
Fljótsdalshéraðs kt. 481004-3220 til tryggingar skuld Hitaveitu Egilsstaða og Fella sem er að öllu leyti í eigu sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð beinir því til bæjarstjórnar að hún samþykki eftirfarandi bókun:
Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkir hér með að gangast í sjálfskuldarábyrgð vegna lántöku Hitaveitu Egilsstaða og Fella ehf. kt. 470605-1110 hjá Íslandsbanka hf. að fjárhæð kr. 190.000.000.- til 25 ára, í samræmi við það lánstilboð sem liggur fyrir. Er sjálfskuldarábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 6. mgr. 73. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að fjármagna framkvæmdir Hitaveitunnar á Fljótsdalshéraði. Ábyrgðin gildir þó lánið verði framlengt einu sinni eða oftar.
Bæjarstjórnin skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Hitaveitu Egilsstaða og Fella til að breyta ekki ákvæði samþykkta félagsins um tilgang eða sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að eignarhlutur sveitarfélagsins verði seldur til annarra opinberra aðila, skuldbindur sveitarfélagið sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta, verði það ekki greitt upp.
Jafnframt er Birni Ingimarssyni bæjarstjóra Fljótadalshéraðs kt. 301254-4079 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Fljótsdalshéraðs veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

17.Fundargerð 160.fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201311150

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.Fundargerð 159. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201311070

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

18.1.Endurskoðun á reglum um sí- og endurmenntun

201311125

Í vinnslu.

18.2.Umsóknir í endurmenntunarsjóð 2013

201303018

Afgreiðsla stjórnar endurmenntunarsjóðs staðfest.

19.Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs - 14

1311013

Fundargerðin staðfest.

20.Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2013

201310078

Lagðar fram til kynningar, fundargerðir stjórnarfundar og aðalfundar skólaskrifstofu Austurlands frá 11. nóvember 2013, ásamt samþykktri fjárhagsáætlun 2014.

21.Langtíma fjárfestingaráætlun

201306083

Lögð fram drög að fjárfestingaáætlun 2014 og þriggja ára áætlun áranna 2015 - 2017.
Farið yfir tillögu skipulags- og mannvirkjanefndar að sundurliðun á heildarfjármagni til fjárfestinga. Að lokinni yfirferð samþykkti bæjarráð að vísa henni til bæjarstjórnar til endanlegrar staðfestingar.

Einnig var farið yfir stærri fjárfestingar sem ekki rúmast á fjárfestingaáætlun næstu ára og rædd ákveðna forgangsröð þeirra.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?