Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

289. fundur 23. mars 2015 kl. 09:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2015

201501007

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmis mál varðandi rekstur sveitarfélagsins.

2.Endurmenntunarsjóður Fljótsdalshéraðs - 18

1503011

Fundargerðin lögð fram.

2.1.Umsóknir í endurmenntunarsjóð 2015

201503078

Afgreiðsla sjóðsstjórnar staðfest.

2.2.Endurskoðun á reglum um sí- og endurmenntun

201311125

Í vinnslu.

3.Fundargerð byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 17.mars 2015

201503092

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Fundargerðir stjórnar SSA starfsárið 2014-2015

201501234

Lögð fram til kynningar 9. fundargerð stjórnar SSA frá 23. febrúar 2015.

5.Aðalfundur SSA 2015

201503113

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi sveitarfélaga á Austurlandi þar sem tilkynnt er að aðalfundur sambandsins verði haldinn á Djúpavogi 2. og 3. október 2015.

6.Ársfundur Austurbrúar ses. 2015

201503119

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Skúla Birni Gunnarssyni f.h. starfsháttanefndar Austurbrúar ses. með beiðni um tilnefningar í stjórn Austurbrúar.

7.Fjarskiptasamband í dreifbýli

201302127

Kynnt samantekt Tengis um áætlaðan kostnað við lagningu ljósleiðara í dreifbýli á Fljótsdalshéraði, en þessar upplýsingar komu að miklu leyti fram á borgarafundi um þessi mál fyrir skömmu.

Fyrir liggur að mikill áhugi er að ráðast í ljósleiðaravæðingu á Fljótsdalshéraði. Bæjarráð telur mikilvægt að afla sem fyrst frekari upplýsinga um aðkomu ríkisins að uppbyggingu ljósleiðarakerfis á svæðinu, áður en næstu skref eru tekin.

8.Upplýsingafundur með bændum á Jökuldal 19.03.15

201503121

Bæjarstjóri og formaður bæjarráðs gerðu grein fyrir fundi sem þeir sátu, ásamt fleiri kjörnum fulltrúum, með bændum á Jökuldal fimmtudaginn 19. mars 2015 sem snerist um stöðu mála varðandi þróun gæðastýringarverkefnis í sauðfjárrækt.

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs telur að með gildistöku nýrrar gæðastýringareglugerðar nr. 1160/2013 séu kröfur komnar langt af leið frá upphaflegum hugmyndum um gæðastýringu, sem voru þær að beitanýting væri sjálfbær. Umrædd reglugerð gerir hins vegar beitarálag að aukaatriði, en snýst nú þess í stað mestmegnis um uppgræðsluverkefni. Bæjarráð Fljótsdalshéraðs telur eðlilegt að eldri landbótaáætlanir haldi gildi sínu enda gildistími þeirra ekki útrunninn sbr. (reglugerð nr. 175/2003 og reglugerð nr. 10/2008).
Jafnframt telur bæjarráð að taka verði nýja gæðastýringarreglugerð til endurskoðunar hið fyrsta.

9.Boðun varamanna á nefndarfundi og afgreiðsluheimildir nefnda

201503077

Bæjarráð samþykkir að fela Stefáni Boga Sveinssyni og Sigrúnu Blöndal að fara yfir og skýra verklag við bókun nefnda og bæjarstjórnar í tengslum við fullnaðarafgreiðslu mála.

10.Sumarlokun bæjarskrifstofu

201303025

Rætt um að lokun bæjarskrifstofu vegna sumarleyfa starfsmanna verði með svipuðu sniði og undanfarin ár. Afgreiðslan verður formlega lokuð, en svarað í síma á hefðbundnum opnunartíma skrifstofunnar og reynt að leysa úr brýnum erindum.

Bæjarráð samþykkir að skrifstofunni verði lokað frá mánudeginum 27. júlí til og með föstudagsins 7. ágúst.

11.Viðtalstímar bæjarfulltrúa 2015

201502122

Lögð fram þau erindi sem bárust í viðtalstíma bæjarfulltrúa 19. mars sl.

Bæjarstjóra falið að koma erindunum á framfæri við viðkomandi nefndir og starfsmenn til frekari skoðunar og úrvinnslu.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?