Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

300. fundur 22. júní 2015 kl. 09:00 - 12:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2015

201501007

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir kostnaðaráætlanir yfir endurnýjun á gólfefni í íþróttahúsið á Egilsstöðum og gryfju vegna fimleika.
Málið er áfram í vinnslu.

2.Fundargerð Almannavarnarnefndar Múlaþings 15.júní 2015

201506128

Fundargerð Almannavarnarnefndar Múlaþings frá 15. júní 2015, lögð fram til kynningar.

3.Fundargerð 39. fundar stjórnar Brunavarna á Austurlandi

201506129

Lögð fram til kynningar, fundargerð 39. fundar stjórnar Brunavarna á Austurlandi frá 15. júní 2015.

4.Samstarfssamningur sveitarfélaga á Austurlandi um menningarmál

201503084

Lögð fram uppfærð drög að samningi.

Bæjarráð staðfestir samninginn og felur bæjarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins. Bæjarráð telur þó að ýmis atriði í honum þarfnist yfirferðar og endurskoðunar svo sem, skipan úthlutunarnefndar, fjármagn til menningarmiðstöðva, skilgreind áhersluatriði og fleira.
Bæjarráð mælist því til þess að þessi samningur verði tekinn til endurskoðunar í kjölfar umræðu á komandi aðalfundi SSA í haust.

5.Samstarfssamningur Björgunarsveitarinnar Jökuls og Fljótsdalshéraðs

201506130

Lögð fram drög að samstarfssamningi Fljótsdalshéraðs og björgunarsveitarinnar Jökuls.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að boða fulltrúa starfandi björgunarsveita í sveitarfélaginu á fund til að ræða og samræma stuðning sveitarfélagsins við þær.

6.Menningar- og fræðslusetur í Læknishúsinu á Hjaltastað

201506108

Lagt fram erindi frá Hjörleifi Guttormssyni um hugmyndir hans að gera læknishúsið á Hjaltastað að menningar og fræðslusetri, þegar fram líða stundir.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til atvinnu- og menningarnefndar til umsagnar.

7.Heilsuefling Heilsurækt vs. Héraðsþrek, samkeppni.

201505015

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá drögum að svarbréfi á grundvelli framlagðra minnispunkta og leggja fram á næsta fundi.

8.Fjarvarmaveitan á Eiðum

201504091

Lagt fram bréf frá Þórhalli Pálssyni, dags. 12. júní 2015 og tölvupóstur frá Ingólfi O. Georgssyni, varðandi fjarvarmaveituna.

Bæjarráð samþykkir að fresta endanlegri ákvörðun í málinu til hausts, þó ekki lengur en til loka september , meðan frekari gagna er aflað og mál sem tengjast rekstri veitunnar skýrast betur.
Kl. 11:00 mætti framkvæmdaráð Hattar til fundar með bæjarráði, þar sem farið var yfir uppbyggingu á íþróttaaðstöðu í sveitarfélaginu.
Þeim fundi lauk kl. 12:15.
Í framhaldi af fundinum samþykkti bæjarráð að veita bæjarstjóra heimild til áframhaldandi viðræðna við framkvæmdaráð Hattar um uppbyggingu íþróttamannvirkja.

Fundi slitið - kl. 12:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?