Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

267. fundur 22. september 2014 kl. 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Ársalir/Samningur um byggðasamlag

201409094

Lögð fram drög að samningi um byggðasamlag Ársala bs. en vegna aukins umfangs í rekstri félagsins þurftir að breyta rekstarfyrirkomulagi þess.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að veita Birni Ingimarssyni bæjarstjóra heimild til að undirrita samninginn eins og hann liggur fyrir fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Framhaldsársfundur Austurbrúar 2014

201409098

Lögð fram fundarboð vegna framhaldsársfundar Austurbrúar 2014.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að Sigrún Blöndal verði fulltrúi Fljótsdalshéraðs á fundinum og fari með umboð og atkvæðisrétt sveitarfélagsins. Varamaður verði Gunnar Jónsson.
Jafnframt mælist bæjarráð til þess að aðrir kjörnir fulltrúar mæti á fundinn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fundir með fjárlaganefnd Alþingis haustið 2014

201409099

Lagður fram tölvupóstur frá Aðalbjörgu Rós Óskarsdóttur á skrifstofu nefndasviðs Alþingis, dags. 16. sept.2014, þar sem tilkynnt er um fundardaga og minnt er á að bóka fund með fjárlaganefnd.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstóra að bóka fund með fjárlaganefnd Alþingis og jafnframt að hafa samband við nágrannasveitarfélög um fyrirkomulag hans.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Beiðni um kaup á landspildu.

201409071

Lagt fram erindi þar sem óskað er eftir mögulegum kaupum á um 1. ha. landspildu, eða þá leigu á umræddu landi, sé það ekki falt.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að vísa erindinu til umhverfis- og framkvæmdanefndar til umsagnar, m.a með tilliti til skipulags og vegna ráðstöfunar á landi í eigu sveitarfélagsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Nýtt embætti sýslumannsins á Austurlandi

201409014

Lagt fram svarbréf innanríkisráðuneytisins, dagsett 8. sept. sl. vegna erindis Fljótsdalshéraðs þar sem m.a. var skorað á ráðuneytið að tryggja eðlilegar fjárveitingar til nýs embættis sýslumanns á Austurlandi.

Bæjarráð þakkar skjót svör, en ítrekar fyrri bókanir um málið.

6.Samþykkt um hænsnahald innan þéttbýlis á Fljótsdalshéraði

201308104

Lögð fram drög að uppfærðri samþykkt um hænsnahald á Fljótsdalshéraði, þar sem búið er að taka tillit til ábendinga ráðuneytisins varðandi orðalag og tilvitnanir í lög og reglugerðir.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir samþykktina fyrir sitt leyti, með áorðnum breytingum og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.Almenningssamgöngur á Fljótsdalshéraði

201109058

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að stofna vinnuhóp, sem fari yfir og endurskoði fyrirkomulag almenningssamgangna og skólaaksturs í sveitarfélaginu. Framboðin tilnefni einn fulltrúa hvert og með hópnum starfi fræðslufulltrúi og verkefnisstjóri umhverfismála og atvinnu, menningar- og íþróttafulltrúi að starfi hópsins. Bæjarstjóra falið að kalla hópinn saman til fyrsta fundar um leið og tilnefningar framboðana liggja fyrir.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?