Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

306. fundur 17. ágúst 2015 kl. 09:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Guðmundur Sveinsson Kröyer 1. varamaður
  • Gunnhildur Ingvarsdóttir 1. varamaður
  • Páll Sigvaldason 2. varamaður
  • Árni Kristinsson 1. varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.

1.1.Helgafell ýmis málefni

201507056

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest. Málið að öðru leyti í vinnslu.

2.Framtíðarskipulag Hallormsstaðaskóla.

201312036

?

3.Samkomulag um urðunarsvæðið Tjarnarlandi

201203144

?

3.1.Beiðni um umsögn vegna umsóknar um tækifærisleyfi, hverfahátíð og fl. miðbæjarfjör.

201508031

Erindi í tölvupósti dags. 11.08. 2015 þar sem Sýslumaðurinn á Austurlandi kt. 410914-0770, með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um tækifærisleyfi á Fljótsdalshéraði vegna Ormsteiti 2015.
Umsækjandi er Ormsteiti kt. 600794-3109
Guðrún Lilja Magnúsdóttir kt. 280680-3899
Starfsstöð er Fljótsdalshérað.
Gildistími: 13. ágúst til 23. ágúst 2015.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð staðfestir framangreinda afgreiðslu byggingarfulltrúa. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning á viðburðunum sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um."

3.2.Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um tímabundið áfengisleyfi vegna hreindýraveislu í Bragganum

201508032

Erindi í tölvupósti dags. 11.08.2015 þar sem Sýslumaðurinn á Austurlandi kt. 410914-0770, með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um tímabundið áfengisleyfi.
Umsækjandi er Ormsteiti kt. 600794-3109
Guðrún Lilja Magnúsdóttir kt. 280680-3899
Starfsstöð er Fljótsdalshérað.

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð staðfestir framangreinda afgreiðslu byggingarfulltrúa. Jafnframt staðfestir bæjarstjórn að afgreiðslutími og staðsetning á viðburðinum sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um."

3.3.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 142

1508007

Fundargerðin lögð fram.

3.4.Umsókn um stofnun fasteignar- Ný lóð

201508036

Erindi dagsett 12.08. 2015 þar sem Jóhann Erling Stefánsson kt. 1406754909 óskar eftir stofnun lóðar í fasteignaskrá skv. 14.gr. laga nr.6/2001 um skráningu og mat fasteigna, samkvæmt meðfylgjandi lóðarblaði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð erindi umsækjanda og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að að stofna lóðina í Þjóðskrá.

3.5.Umsókn um byggingarleyfi

201410009

Erindi dagsett 10.08. 2015 þar sem Baldur Grétarsson kt.250461-7479 og Katrín Malmquist Karlsdóttir kt. 300761-2919 ítreka ósk sína um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á Skipalæk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Á grundvelli framlagðra gagna þá heimilar bæjarráð, að tillögu Skipulags- og mannvirkjanefndar, byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi á Skipalæk þegar tilskilin gögn liggja fyrir, þar með talið samþykki landeiganda.
Nefndin ítrekar fyrri bókun um kröfu um gerð deiliskipulags fyrir svæðið.

3.6.Umsókn um byggingarleyfi

201301227

Fyrir liggur bréf dagsett 28.05. 2015 vegna óleyfisframkvæmdar á Unalæk, lóð D7.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð staðfestir eftirfarandi bókun og afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefndar:

Með bréfi skipulags- og byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs dags. 28. maí 2015, til Björns Oddssonar, hér eftir nefndur framkvæmdaaðili, var boðað að beitt yrði þvingunarúrræðum, sbr. grein 2.9.1 í byggingarreglugerð, sbr. 55. og 56. gr. laga um mannvirki nr. 160/2010, vegna húsbyggingar á lóðinni Unalæk D7, sem reist hefur verið í andstöðu við grein 2.3.1. í byggingarreglugerð nr. 112/2012, sbr. m.a. tilkynningu um höfnun á umsókn um byggingarleyfi, dags. 25. febrúar 2013.
Vísað er til þess að á fundi Umhverfis og framkvæmdanefndar Fljótsdalshéraðs, dags. 24. júní 2015, að ekki yrði aðhafst í málinu fram til 24. júlí 2015, í ljósi beiðni um frest til að flytja húsbygginguna. Byggingin hefur ekki verið flutt og frekari andmæli hafa ekki komið fram af hálfu framkvæmdaaðila.

Ákvörðun nefndar er gerð í þremur töluliðum:.
1. Birni Oddssyni, kt. 070354-7569, er gert að fjarlægja byggingu, sem reist hefur verið á lóðinni Unalæk D7. Jaframt verði allt jarðrask lagfært. Frestur til úrbóta er 14 dagar frá staðfestingu ákvörðunar.
2. Hafi framkvæmdaðili ekki lokið úrbótum innan tilskilins frests, leggjast dagsektir á framkvæmdaðila að fjárhæð kr. 20.000,- fyrir hvern dag sem fullnægjandi úrbætur, skv. lið 1, hafa ekki átt sér stað.
3. Byggingarfulltrúa er veitt heimild til að láta vinna þær úrbætur sem fjallað er um í lið 1, á kostnað framkvæmdaðila, enda hafi úrbætur skv. lið 1, ekki farið fram innan 3ja mánaða frá staðfestingu ákvörðunar.

3.7.Sumarblóm fyrir sveitarfélagið sumarið 2015

201502039

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu umhverfis- og framkvæmdanefndar.

4.Fjármál 2015

201501007

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmis mál tengd rekstri og fjármálum sveitarfélagsins.

4.1.Umsókn um stofnun lóðar

201507059

Erindi dagsett 15.07.2015 þar sem Guðlaugur Sæbjörnsson sækir um stofnun fasteignar í fasteignaskrá- ný lóð, samkvæmt 14. gr. laga nr. 6/2001 um skráningu og mat fasteigna. Meðfylgjandi er lóðarblað dagsett 01.07. 2015. Málið var áður á dagskrá 29.07. 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð erindi umsækjanda og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að stofna lóðina í Þjóðskrá.

4.2.Stórurð-Dyrfjöll 2015

201508010

Fyrir liggur fundargerð fundar sem haldinn var um Stórurðarverkefnið, þ.e. þjónustuhús í Vatnsskarði 22. júlí 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:

Bæjarráð tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og samþykkir tillögu fundar um Stórurðarverkefnið.

Bæjarráð leggur áherslu á að lokið verði við sundurliðaða kostnaðaráætlun fyrir verkið sem fyrst og hún lögð fyrir næsta reglulega fund umhverfis- og framkvæmdanefndar. Eins að lokið verði við samning milli sveitarfélaganna um kostnaðarskiptingu verksins.

4.3.Tjarnarland urðunarstaður.

201507040

Fyrir liggur ákvörðun Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfis fyrir urðunarstaðinn á Tjarnarlandi ásamt starfsleyfinu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð tekur undir með umhverfis- og framkvæmdanefnd og fagnar því að endanlegt starfsleyfi fyrir urðunarstaðinn á Tjarnarlandi skuli nú loks liggja fyrir.

4.4.Ósk um umsögn vegna tillögu mannvirkjastofnunar að skoðunarhandbók.

201507041

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

4.5.Urðunarstaðurinn Tjarnarlandi, viðbótargjald vegna Starfsleyfis.

201507042

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest. ?

4.6.Viðhald á kirkjugarði Kirkjubæjarkirkju

201507052

Málinu vísað til gerðar fjárhagsáætlunar 2016.

4.7.Fundargerðir 74. og 75. fundar Landbótasjóðs

201508001

Lagt fram til kynningar.

5.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 29

1508002

Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?