Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

319. fundur 16. nóvember 2015 kl. 09:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2015

201501007

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkur rekstartengd mál.

Farið yfir reglur og viðmiðunartölur vegna heimildar sveitarfélaga til lækkunar fasteignaskatts til elli- og örorkulífeyrisþega. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að viðmiðunartölur ársins 2016 verði sem hér segir:

Hámark afláttar verði 63.500
Viðmiðunartala tekna hjá einstaklingi verði kr. 2.413.000 að lágmarki og að hámarki 3.167.000
Viðmiðunartala tekna hjá hjónum verði kr.3.395.000 að lágmarki og kr. 4.300.000 að hámarki.

Erindi varðandi greiðslur fyrir fundarsetu í stjórn Brunavarna á Héraði.

Bæjarráð samþykkir að greiða fundarsetuþóknun fulltrúa Fljótsdalshéraðs í stjórn Brunavarna á Héraði, fyrir fundi hennar á líðandi kjörtímabili, þar sem engar launagreiðslur eru á vegum byggðasamlagsins. Þóknunin fyrir fundi Brunavarna á Héraði verði eins og fyrir aðrar þriggja manna nefndir sveitarfélagsins. Kostnaður færist á lið 07-21, ( framlög til Brunavarna á Héraði ).

2.Fjárhagsáætlun 2016 og 2017-2019

201510156

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri fór yfir ýmis mál sem verið hafa til frekari skoðunar í sambandi við gerð fjárhagsáætlunar 2016 og ákveðið var að reikna betur út. Eins voru skoðaðar ýmsar forsendur, svo sem verðbólguspá og fl.
Stefnt er á að bæjarráð afgreiði fjárhagsáætlunina á næsta fundi sínum til annarrar umræðu í bæjarstjórn.

3.Aðalfundur Skólaskrifstofu Austurlands 2015.

201510098

Björn Ingimarsson bæjarstjóri fór yfir helstu mál sem rædd voru á aðalfundi skólaskrifstofunnar, sem haldinn var á Borgarfirði fyrir rúmri viku.

Að öðru leyti var fundargerð aðalfundar lögð fram til kynningar.

4.Aðalfundur Héraðsskjalasafns Austfirðinga 2015

201511039

Bæjarráð samþykkir að fela Óðni Gunnari Óðinssyni umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á aðalfundi Héraðsskjalasafnsins og að Guðmundur Kröyer verði hans varamaður.

5.Grafarland

201510166

Ræddar hugmyndir að framtíðarnýtingu svæðisins og virkjun vatnsbóls sem þar er. Bæjarráð mælist til að HEF taki málið með vatnsbólið til skoðunar.
Að öðru leyti hefur bæjarráð þegar vísað framtíðarnýtingu Grafarlands til skoðunar í starfshópi um greiningu og uppbyggingu ferðamannastaða.
Í lok fundar komu forsvarsmenn verkefnis um uppbyggingu ylstrandar við Urriðavatn til fundar við bæjarráð og kynntu stöðu þess.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?