Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

269. fundur 13. október 2014 kl. 09:00 - 11:30 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Fjármál 2014

201401002

Björn Ingimarsson bæjarstjóri kynnti og fór yfir nokkur fjármálatengd mál.

Í fyrsta lagi var það hugmyndir að heildar úttekt á skólastarfi í grunn- og tónlistarskólum Fljótsdalshéraðs, líkt og um er rætt í málefnasamningi meirihlutans. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að hafa samband við miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri og kanna mögulega aðkomu þeirra að málinu. Verkið verði unnið samkvæmt fyrirfram ákveðinni lýsingu sem bæjarráð mun ganga frá áður en að úttekt kemur.
Bókunin samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Björn fór yfir dóm í máli þar sem Landsvirkjun stefndi Þjóðskrá og Fljótsdalshéraði vegna skráningar og mats á vatnsréttindum vegna Kárahnjúkavirkjunar og greiðslu fasteignagjalda af þeim. Dómur Héraðsdóms var Landsvirkjun í vil.
Bæjarráð mun taka málið aftur á dagskrá á næsta fundi að fengnum athugasemdum lögmanns sveitarfélagsins.

Bæjarstjóri kynnti að Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit hafa óskað eftir sameiginlegum fundi með fulltrúum Fljótsdalshéraðs til að fara yfir sameiginleg hagsmunamál.

2.Fjárhagsáætlun 2015

201405038

Á fundinum fór skrifstofustjóri yfir fjárhagsáætlun málaflokks 21, Sameiginlegan kostnað.

Liðnum vísað til næsta fundar bæjarráðs.

3.Fundargerð 819. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

201410018

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu 2014

201410017

Lagður fram tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dags. 3.10. 2014, með beiðni um tilnefningar verkefna til nýsköpunarverðlauna sem veitt verða 23. janúar n.k.

Bæjarráð vísar málinu til næsta fundar til frekari skoðunar.

5.Vika staðbundins lýðræðis 2014

201410008

Lagðar fram ýmsar upplýsingar varðandi verkefnið Betra Fljótsdalshérað, sem kynnt var í bæjarráði og nefndum sveitarfélagsins fyrr á þessu ári og snýst um að íbúar sveitarfélagsins geti, í gegn um heimasíðu Fljótsdalshéraðs, vakið athygli á og umræðu um ýmis mál sem síðan fara til umfjöllunar í viðkomandi nefndum sveitarfélagsins eftir fyrirfram ákveðnum reglum.
Sambærilegar síður hafa verið settar upp hjá nokkrum sveitarfélögum til að auka íbúalýðræði og aðkomu íbúa að málefnum sveitarfélaganna.

Bæjarráð telur þetta vænlegt verkefni til að hrinda af stað í tilefni af viku staðbundins lýðræðis, sbr. erindi Sambands Ísl. sveitarfélaga.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að gera tillögu að tímasetningu og kynningu á upphafi verkefnisins.

6.Hluthafafundur Barra ehf.2014

201410040

Lagður fram tölvupóstur frá Skúla Björnssyni framkvæmdastjóra Gróðrarstöðvarinnar Barra ehf, þar sem boðað er til hluthafafundar 23. október nk.

Bæjarráð samþykkir að veita Birni Ingimarssyni umboð til að fara með atkvæði Fljótsdalshéraðs á fundinum. Kjörnir fulltrúar eru hvattir til að mæta á fundinn til að fylgjast með málefnum Gróðrarstöðvarinnar Barra ehf.

Fundi slitið - kl. 11:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?