Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

305. fundur 10. ágúst 2015 kl. 09:00 - 11:15 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.

1.1.Helgafell ýmis málefni

201507056

Í vinnslu.

2.Aðgerðir til að auka lýðræðislega þátttöku íbúa.

201507045

Málinu var vísað frá 303. fundi bæjarráðs.
Bæjarráð samþykkir að settur verði upp "bæjarstjórnarbekkur" á fjölförnum stað, þar sem íbúum gefst kostur á að hitta bæjarfulltrúa og reka erindi sín.
Í tengslum við lýðræðisvikuna verði einnig stefnt að því að halda bæjarstjórnarfund á Brúarási 21. október.

3.Radio Iceland, dreifikerfi

201508002

Stefán Bogi Sveinsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

Lagður fram tölvupóstur frá Adólfi Inga Erlingssyni, dags. 28. júlí 2015 varðandi stækkun á dreifikerfi Radio Iceland þar sem óskað er eftir aðkomu sveitarfélagsins við uppsetningu senda og rekstur þeirra:

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Sveitarfélagið hefur ekki í hyggju að koma að uppbyggingu dreifikerfis og eða reksturs þess fyrir einstakar útvarps- eða sjónvarpsstöðvar og sér sér því ekki fært að verða við erindinu. Forsvarsmönnum Radio Iceland er hins vegar bent á að beina erindi sínu til þeirra aðila er vinna að undirbúningi á endurbótum á fjarskiptasambandi á svæðinu.

4.Jörðin Grunnavatn á Jökuldal

201508003

Bæjarstjóra falið að afla frekari upplýsinga um málið og verður erindið tekið til afgreiðslu er þær liggja fyrir.

5.Framtíðarskipulag Hallormsstaðaskóla.

201312036

Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

6.Íbúðalánasjóður: Sala eignasafna

201411020

Lagt fram svar Íbúðalánasjóðs við fyrirspurn bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs frá 2. júlí 2015.

Fram kemur meðal annars að af 51 eign Íbúðalánasjóðs á Egilsstöðum eru 39 íbúðir í útleigu og alls hefur
sjóðurinn nú samþykkt kauptilboð í 46 íbúðir.

7.Aðalfundur Vísindagarðsins ehf.

201507010

Fundargerð aðalfundar lögð fram til kynningar.

7.1.Umsókn um stofnun lóðar

201507059

Í vinnslu.

7.2.Aðgengi fatlaðra úttektir

201507058

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

7.3.Garðsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja 2015

201504085

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

7.4.Ylströnd við Urriðavatn, deiliskipulag

201501002

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 15.04. 2015 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir ylströnd við Urriðavatn samhliða breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags.08.04. 2015 var auglýst skv.31.gr. Skipulagslaga, frá 06.05. til 18.06. 2015 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 18.06. 2015 Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
Heilbrigðiseftirliti Austurlands dagsett 18.06.2015, Jóni og Málfríði dagsett 11.06.2016, Vegagerðinni 12.06. 2015 og Umhverfisstofnun dagsett 24.06. 2015.

Fyrir liggur tillaga að deiliskipulagi fyrir ylströnd við Urriðavatn dagsett 29.07. 2015 ásamt tillögu að svörum við athugasemdum sem bárust dagsett 29.07. 2015.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð framlagða tillögu ásamt svörum við athugasemdum og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna ásamt athugasemdum til meðferðar, samkvæmt 1. mgr. 42. gr. skipulagslaga.

7.5.Ylströnd, breyting á Aðalskipulagi

201408036

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 15.04.2015 að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna ylstrandar við Urriðavatn samhliða auglýsingu um deiliskipulag. Tillagan sem sett var fram á uppdrætti dags. 1. apríl 2015 var auglýst skv.31.gr. Skipulagslaga, frá 06.05. til 18.06. 2015 og frestur til að skila inn athugasemdum var til 18.06. 2015 Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
Heilbrigðiseftirliti Austurlands dagsett 18.júní 2015.
Jóni og Málfríði, Urriðavatni í tölvupósti dagsett 10.06.2015 og Umhverfisstofnun dagsett 24.06. 2015.

Fyrir liggur breyting á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 dagsett 9. júlí 2015, þar sem brugðist hefur verið við framkomnum athugasemdum ásamt tillögu að svörum við þeim.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð framlagða tillögu ásamt svörum við athugasemdum og felur umhverfis- og skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna ásamt athugasemdum til meðferðar, samkvæmt 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga.

7.6.Vindmyllur - skýrsla um kynnisferð til Skotlands.

201507007

Lagt fram.

7.7.Sorphirða á Héraði og Seyðisfirði 2015 útboðs- og verklýsing

201507057

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og framkvæmdanefndar samþykkir bæjarráð að boðaður verði fundur með hagsmunaaðilum ásamt fulltrúa frá Mannvit, til að ræða drög að útboðs- og verklýsingu. Umhverfis- og framkvæmdafulltrúa falið að boða til fundarins.

8.Umhverfis- og framkvæmdanefnd - 28

1507007

Fundargerðin lögð fram.

8.1.Þjónustusamfélagið á Héraði

201504016

Í vinnslu.

8.2.Miðás-Tjarnarás tengivegur

201506155

Í vinnslu.

8.3.Miðás 39, krafa um afturköllun

201506059

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

8.4.Styrkvegir 2015

201503087

Stefán Bogi Sveinsson vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.
Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

8.5.Plæging rafstrengs í Hróarstungu

201507055

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.

8.6.Aðalfundur stjórnar húsfélagsins Hamragerði 5, 2015

201506136

Lagt fram.

8.7.Smáhýsi við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað

201506106

Sigrún Blöndal vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar.

Afgreiðsla umhverfis- og framkvæmdanefndar staðfest.
Bæjarráð ítrekar fyrri bókanir um mikilvægi þess að fylgja eftir gildistíma stöðuleyfa og að farið sé eftir reglum varðandi þau.

8.8.Fundargerðir Náttúrustofu Austurlands 2015.

201501198

Lagt fram til kynningar.

8.9.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar.

201507017

Erindi í tölvupósti dags.01.07.2015 þar sem Sýslumaðurinn á Austurlandi kt.410914-0770, með vísan til fyrsta töluliðs 4. mgr. 10. gr. laga nr. 85/2007, um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald, óskar eftir umsögn byggingarfulltrúa um gistileyfi í fl.I. Umsækjandi: Guðrún Sigurðardóttir kt.140958-7949. Starfsstöð: Bláargerði 55.
Heiti: Heimagisting

Byggingarfulltrúi gerir ekki athugasemd við veitingu leyfisins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð staðfestir framangreinda afgreiðslu skipulags- og mannvirkjanefnd. Jafnframt staðfestir bæjarráð að afgreiðslutími og staðsetning staðarins sé innan þeirra marka sem lögreglusamþykkt Fljótsdalshéraðs frá 11. júní 2009 og skipulag sveitarfélagsins segir til um.

8.10.Umsókn um byggingarleyfi, breytingar

201505082

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa

8.11.Umsókn um byggingarleyfi

201506132

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa

8.12.Umsókn um byggingarleyfi,utanhússklæðning

201507016

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu byggingarfulltrúa

8.13.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa Fljótsdalshéraðs - 141

1507002

Bæjarráð staðfestir fundargerðina.

Fundi slitið - kl. 11:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?