Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

279. fundur 12. janúar 2015 kl. 09:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Páll Sigvaldason 2. varamaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Bæjarráð fer með fullnaðarafgreiðsluheimild mála á þessum fundi, skv. bókun bæjarstjórnar frá 3. desember 2014.

1.

1.1.Kynning á vinnu jafnréttisnefndar frá fyrra kjörtímabili.

201501003

Lagt fram til kynningar.

2.Endurskoðun laga um Vatnajökulsþjóðgarð

201501013

Bæjarráð býður fulltrúa sveitarfélagsins í svæðisstjórn Vatnajökulsþjóðgarðs velkomna á fund bæjarráðs 2. febrúar, til að ræða málefni þjóðgarðsins, eins og farið er fram á í framlögðum tölvupósti.

3.Lyngás 12, neðri hæð.

201501009

Lögð fram fyrirspurn frá Halldóri Halldórssyni varðandi húsnæði í hans eigu á neðri hæð Lyngáss 12.
Bæjarráð sér ekki að svo stöddu forsendur til að sveitarfélagið kaupi eða leigi umrætt húsnæði.

4.Samþykktir um gæludýrahald

201412001

Bæjarráð samþykkti við fyrri umræðu drög að samþykktinni á fundi sínum 15. des. sl. og vísaði henni síðan til annarrar umræðu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarráð samþykkir hér við aðra umræðu fyrirliggjandi drög að samþykkt um gæludýrahald á Fljótsdalshéraði, með þeim athugasemdum og ábendingum sem fram komu við fyrri umræðu.

5.Fundargerð 823. fundar Sambands íslenskra sveitarfélaga

201412067

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.Fundargerð 180. fundar stjórnar HEF

201412066

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

6.1.Starfið framundan.

201501006

Lagt fram til kynningar.

6.2.Kynning á jafnlaunaúttekt 2014.

201501005

Lagt fram til kynningar.

6.3.Kynning á ýmsum gögnum fyrir jafnréttisnefnd og fjárhagsramma næsta árs.

201501004

Lagt fram til kynningar.

7.Fjármál 2015

201501007

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmislegt talnaefni úr rekstri sveitarfélagsins á nýliðnu ári.

Bæjarstjóri kynndi drög að samningi við fyrirtækið Tengir hf, um forhönnun og kostnaðarmat á ljósleiðarakefi fyrir sveitarfélagið. Samningsdrögin eru gerð í framhaldi af fundum með forsvarsmanni Tengis og skoðun bæjarráðs á þessum málum á síðasta ári. Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra heimild til að undirrita samningsdrögin.

8.Jafnréttisnefnd Fljótsdalshéraðs - 54

1501002

Fundargerðin staðfest.

8.1.Reglur og gjaldskrá fyrir Hlymsdali 2015

201412057

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að kalla saman viðkomandi formenn fagnefnda og viðkomandi deildarstjóra og koma af stað heildstæðri endurskoðun á gjaldskrám fyrir húsnæði í eigu sveitarfélagsins.

8.2.Gjaldskrá ferðaþjónustu 2015

201411136

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

8.3.Reglur um ferðaþjónustu 2015

201412058

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

8.4.Ferðaþjónustubíll fatlaðra

201411138

Lagt fram til kynningar.

8.5.Reglur um fjárhagsaðstoð 2015

201412050

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

8.6.Starfsáætlun félagsþjónustu Fljótsdalshéraðs 2015

0

Afgreiðsla félagsmálanefndar staðfest.

9.Félagsmálanefnd - 131

1412012

Fundargerðin staðfest.
Í lok fundar bæjarráðs mættu formaður Vinstri grænna og þingmenn flokksins í kjördæminu til fundar við bæjarráð.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?