Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

237. fundur 24. júlí 2013 kl. 16:00 - 19:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Eyrún Arnardóttir varamaður
  • Karl Sigfús Lauritzson áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Fyrir fund bæjarráðs funduðu fulltrúar úr bæjarráði, bæjarstjóri og fjármálastjóri með fulltrúum úr stjórn Freyfaxa og stjórn Reiðhallarinnar á Iðavöllum ehf. um ýmis málefni hennar.

1.Fjármál 2013

201301002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum dagskárlið og fór yfir nokkra liði tengda fjármálum á yfirstandandi ári.

Rædd málefni Reiðhallarinnar á Iðavöllum og bæjarstjóra og fjármálastjóra falið að skoða betur ýmsar hugmyndir sem hafa verið í umræðunni.

Hér vék Björn Ingimarsson af fundi.

2.Fjárhagsáætlun 2014

201302034

Í vinnslu.

3.Langtíma fjárfestingaráætlun

201306083

Í vinnslu.

4.Fundargerð 152.fundar stjórnar HEF.

201307050

Lagt fram til kynningar.

5.Netsamband á Úthéraði.

201307032

Lagður fram tölvupóstur frá Hjörleifi Guttormssyni varðandi fyrirhuguð rif á súrheysturni á Hjaltastað.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð sér ekki ástæðu til að gera athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd enda verði hún unnin í sátt við ábúanda auk þess að tryggt verði að brugðist verði við mögulegum neikvæðum áhrifum framkvæmdarinnar á fjarskiptasamband á svæðinu með viðunandi hætti.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Endurskoðun aðalskipulags Fljótsdalshrepps

201212011

Erindinu vísað frá 236. fundi bæjarráðs.

Fram kom að svæðið er fært inn í aðalskipulag Fljótsdalshéraðs í samræmi við skráningu þess í náttúruminjaskrá. Í náttúrumæraskrá Fljótsdalshéraðs, sem unnin er af Helga Hallgrímssyni náttúrufræðingi, kemur fram sú afstaða að ekki sé tilefni til þess að allt það svæði sem um ræðir sé inni á náttúruminjaskrá.

Bæjarráð leggur til að unnið verði sameiginlegt erindi Fljótsdalshéraðs og Fljótsdalshrepps þar sem óskað er eftir að við útgáfu næstu náttúruminjaskrár verði skráningu svæðisins breytt til samræmis við ábendingar í náttúrumæraskrá Fljótsdalshéraðs.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu að vísa tillögunni til umsagnar umhverfis- og héraðsnefndar Fljótsdalshéraðs.

7.Tilnefning til verðlauna á Degi íslenskrar náttúru

201306114

Erindinu vísað frá 236. fundi bæjarráðs.

Eftir umræðu var samþykkt að taka endanlega afstöðu til tilnefningar á fundi bæjarráðs 14. ágúst nk.

8.Framtíðarfyrirkomulag skólastarfs á Hallormsstað

201305081

Farið yfir stöðu mála og bæjarstjóra falið að vinna málið áfram með fræðslufulltrúa og skólayfirvöldum.

9.Samþykktir

201305149

Drög að samþykktum lagðar fram til þriðju umræðu.

Bæjarráð samþykkir að í 47. gr. samþykkarinnar verði það samræmt í texta að í öllum fastanefndum eigi að a.m.k. einn bæjarfulltrúi sæti.

Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu samþykktirnar þannig, með áorðinni breytingu.

10.Áhrif Fljótsdalsstöðvar á fiskilíf í Lagarfljóti og Jökulsá á Dal.

201307034

Lögð fram skýrsla Veiðimálastofnunar um fiskistofna í Lagarfljóti og Jökulsá á Dal.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Samþykkt að óska eftir því við Landsvirkjun að boðað verði til almenns kynningarfundar á Egilsstöðum um efni skýrslunnar í vetrarbyrjun.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Fundur Mast og Fjarðabyggðar varðandi Reyðarfjarðarlínu.

201307037

Lögð fram fundargerð Mast og fulltrúa Fjarðarbyggðar, dags. 21.06.13, varðandi viðhald og legu sauðfjárveikivarnarlínu. Einnig tekin fyrir beiðni fulltrúa Fjarðabyggðar um fund með bæjaryfrvöldum á Fljótsdalshéraði til að fara yfir ýmis mál tengd sauðfjárveikivarnarlínu (Reyðarfjarðarlínu)

Eftir nokkrar umræður var samþykkt að verða við ósk Fjarðarbyggðar um fund. Lagt er til að fundurinn verði haldinn í tengslum við fund bæjarráðs Fljótsdalshéraðs.

12.Þjónusta við hælisleitendur.

201307042

Lagt fram bréf frá innanríkisráðuneyti, dags. 10.07.13, varðandi mögulega þjónustu sveitarfélagsins við hælisleitendur.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Samþykkt að vísa erindinu til Félagsmálanefndar til umsagnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Málefni gamla bæjarins á Galtastöðum fram.

201307041

Lagt fram bréf frá Erni Þorleifssyni, dags. 10.07.13, varðandi viðhaldsmál á Galtastöðum fram.

Fram kom að málinu hefur verið komið á framfæri við starfsfólk Þjóminjasafns og hefur verið brugðist við fram komnum athugasemdum.
Bæjarráð leggur áherslu á að staðið verði sem allra best að varðveislu bæjarins að Galtastöðum fram.

14.Austfjarðatröllið 2013,styrkbeiðni.

201307051

Lagður fram tölvupóstur, dags. 18.07.13, frá Félagi íslenskra kraftamanna þar sem óskað er eftir styrk að fjárhæð kr. 125.000,- vegna aflraunamótsins AUSTFJARÐARTRÖLLIÐ 2013.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að höfðu samráði við atvinnu-, íþrótta- og menningarfulltrúa hafnar bæjarráð erindinu þar sem þeim fjármunum sem málaflokkurinn hefur til ráðstöfunar vegna sambærilegra mála á þessu ári hefur þegar verið ráðstafað.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?