Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

251. fundur 12. mars 2014 kl. 16:00 - 20:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Karl Sigfús Lauritzson áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.2014

201402208

Lagt fram fundarboð á aðalfund Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. 2014, sem haldinn verður fimmtudaginn 27. mars kl. 14:00 á Grand Hótel í Reykjavík.
Fundarboðinu fylgir einnig auglýsing eftir framboðum í stjórn Lánasjóðsins.

Bæjarráð samþykkir að fela Birni Ingimarssyni umboð og atkvæði Fljótsdalshéraðs á aðalfundinum.

2.Tilkynning um fyrirhugaðar breytingar á starfsemi N1 á Aðalbóli.

201403034

Lagður fram tölvupóstur frá Þyrí Dröfn Konráðsdóttir, fyrir hönd N1, dags. 6. mars 2014 með tilkynningu um fyrirhugaðar breytingar á starfsemi N1 á Aðalbóli.

Bæjarráði hugnast áform fyrirtækisins illa og bendir á að um er að ræða töluvert hagsmunamál fyrir íbúa og hvað varðar þjónustu við ferðamenn jafnt sumar sem vetur. Eldsneytissala á Aðalbóli hefur verið til mikilla þæginda fyrir ferðamenn og öryggisatriði í sumum tilfellum.
Bæjarráð bendir á að þegar vegtenging verður komin frá Kárahnjúkavegi út í Hrafnkelsdal, er líklegt að umferð aukist mikið um veginn við Aðalból.

Bæjarstjóra falið að koma sjónarmiðum sveitarfélagsins á framfæri við fyrirtækið.

3.Beiðni um samstarf í innheimtu

201402063

Fjármálastjóri kynnti málið. Núverandi samningur við Mótus gildir til febrúar 2015. Einnig liggja fyrir tilboð og fyrirspurnir frá öðrum innheimtuaðilum svo sem Momentum og Inkasso.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð er mjög sátt við samstarfið við Mótus og felur fjármálastjóra að ræða við forsvarsmenn fyrirtækisins með áframhaldandi samstarf í huga.
Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Starfshópur vegna Reiðhallar

201312017

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir að halda aðalfund í fasteignafélagi Fljótsdalshéraðs nk. mánudag og skipa þar nýja stjórn félagsins sem falið verði að mynda húsráð með fulltrúum notenda reiðhallarinnar og vinna samkvæmt þeirri stefnu sem bæjarráð hefur samþykkt.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs Austursvæði

201102140

Lagður fram tölvupóstur frá Agnesi Brá Birgisdóttur, dags. 5.mars 2014 þar sem óskað er eftir fundi með bæjarstjórn vegna vinnu við breytingar á Stjórnunar og Verndaráætlun fyrir Krepputungu og Kverkárnes/Kverkárrana.

Bæjarráð samþykkir að halda fund með fulltrúum í svæðisráði Vatnajökulsþjóðgars fimmtudaginn 13. mars kl. 16:00.

6.Menningarhús á Fljótsdalshéraði

201103185

Skipan þriggja fulltrúa f.h. sveitarfélagsins í þarfagreiningarnefnd vegna menningarhúss var staðfest á síðasta fundi bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir að skipa til viðbótar tvo fulltrúa í nefndina, þá Karl Lauritzson og Pál Sigvaldason.

7.Tilnefning í fagráð Austurbrúar ses.

201403014

Lagt fram erindi frá Skúla Birni Gunnarssyni f.h. starfsháttanefndar Austurbrúar ses., dagsett 24.febrúar 2014 með ósk um tilnefningar til aðal- og varamanna í fagráð Austurbrúar ses.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að koma þeim hugmyndum að nöfnum á framfæri sem nefnd voru á fundinum.

8.Flugkort 2014

201403008

Lagt fram bréf frá Flugfélagi Íslands, dagsett 26. febrúar 2014 með upplýsingum um afslátt flugkortshafa á árinu 2014. Afsláttarprósentan byggir á heildarveltu sveitarfélagsins á undangengnu ári og eru bæði viðmiðunarfjárhæðir og afsláttarprósentur alfarið ákveðnar af Flugfélagi Íslands hverju sinni. Viðmiðunartölurnar eru endurskoðaðar árlega.

Lagt fram til kynningar.

9.Beiðni um kaup á landi

201403001

Lagt fram erindi frá Stefáni Þórarinssyni, dagsett 27. febrúar 2014, fyrir hönd Frændgarðs, með beiðni um kaup á landi því umhverfis sumarbústað þeirra, sem þau hafa haft á leigu úr Grafarlandi.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ræða við bréfritara með mögulega sölu lóðarinnar í huga.

10.Beiðni um stuðning vegna kaupa á hjartahnoðtæki.

201402203

Lagt fram erindi frá Eiríki Þorra Einarssyni, fyrir hönd Ungmennafélagsins Ássins, varðandi söfnun fyrir hjartahnoðtæki fyrir Heilbrigðisstofnun Austurlands.
Erindinu fylgir beiðni um stuðning við verkefnið.

Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið með kr. 100 þúsund kr. og verður fjármagnið tekið af lið 21-21.

11.Fjármál 2014

201401002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir nokkrar fjárhagslegar upplýsingar úr rekstri sveitarfélagsins.
Einnig kynnti hann stöðuna í bókhaldsuppgjöri ársins 2013.

Kynntir ársreikningar Reiðhalarinnar á Iðavöllum fyrir árin 2012 og 2013.
Bæjarráð samþykkir að veita Birni Ingimarssyni bæjarstjóra umboð til að fara með atkvæði Fljótsdalshéraðs á aðalfundi Reiðhallarinnar á Iðavöllum, sem boðaður hefur verið þann 13. mars nk.

Skýrsla vinnuhóps um áframhaldandi skólastarf á Hallormsstað rædd. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna málið áfram í samvinnu við oddvita Fljótsdalshrepps.

Björn og Guðlaugur fóru yfir vinnu starfsmanna Deloitte varðandi möguleika á endurfjármögnun nokkurra lána sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra og fjármálastjóra heimild til að vinna upp tillögu að endurfjármögnun sem lögð verði fyrir Lánasjóð sveitarfélaga til skoðunar. Að fengnum frekari útreikningum og afstöðu frá Lánasjóðum verður tillagan svo lögð fyrir bæjarráð.

Undirbúningsvinna við gerð fjárhagsáætlun ársins 2015. Bæjarráð mælist til þess að nefndir og starfsmenn, í samvinnu við fjármálastjóra, fari að huga að gerð fjárhagasáætlunar fyrir næsta ár og verði þá haft sama vinnulag við það og á síðasta ári.

12.Upplýsingamiðstöð í Möðrudal

201402191

Lagt fram erindi frá Agnesi Brá Birgisdóttur, fyrir hönd Vatnajökulsþjóðgarðs - austursvæðis, varðandi uppbyggingu og rekstur upplýsingamiðstöðvar í Möðrudal. Í bréfinu er ósk um að sveitarfélög á svæðinu komi að þessu verkefni.

Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til umsagnar í atvinnumálanefnd.

13.Þjónustusamfélagið Fljótsdalshérað

201211033

Lögð fram drög að samningi um verkefnisstjóra markaðsmála.

Bæjarráð leggur til tvær breytingar á samningsdrögunum, en samþykkir þau að öðru leyti með þeim breytingum.

14.Fundir stýrihóps um Sjálfbærniverkefni á Austurlandi, 2014

201402004

Með fundargerðinni fylgdi tillaga að skipulagi ársfundar 2014, en hann er áformaður á Hótel Héraði 29. apríl nk. kl. 14:30 til 18:30.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

15.Fundargerðir byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 2014

201401046

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Fundargerð 813. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

201403022

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

17.Aðalfundur Hitaveitu Egilsstaða og Fella 2014

201402198

Fundargerð aðalfundar lögð fram til kynningar.

18.Fundargerð 167. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201403042

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

19.Fundargerð 166. fundar Hitaveitu Egilsstaða og Fella

201402187

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

20.Langtíma fjárfestingaráætlun

201306083

Í vinnslu.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?