Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

309. fundur 07. september 2015 kl. 09:00 - 11:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Anna Alexandersdóttir varaformaður
  • Stefán Bogi Sveinsson aðalmaður
  • Sigrún Blöndal áheyrnarfulltrúi
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri
Björn Ingimarsson bæjarstjóri var í simasambandi við fundinn frá Reykjavík.

1.Fjármál 2015

201501007

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og fór yfir ýmislegt fjármálatengt efni.

Björn ræddi fund með bæjarráði Fjarðabyggðar og er 21. sept. líklegur fundardagur.

Einnig sagði hann frá fundi stjórnar Brunavarna sem haldinn var á Djúpavogi sl. föstudag, auk fleiri mála.

2.Fundargerð byggingarnefndar hjúkrunarheimilis 31. ágúst 2015

201509002

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Fundargerðir Ársala bs. 2015

201501268

Fundargerð Ársala frá 24. ágúst 2015 lögð fram til kynningar.

4.Fundargerðir stjórnar SSA.

201507008

Fundargerð 13. fundar stjórnar SSA, frá 23. ágúst 2015 lögð fram til kynningar.

5.Fundargerðir Samráðsnefndar Landsvirkjunar og Fljótsdalshéraðs 2015

201508097

Fundargerð Samráðsnefndar Landsvirkjunar og Fljótsdalshéraðs frá 27. ágúst 2015 lögð fram til kynningar.
Bæjarráð leggur áherslu á að boðað verði til sameiginlegs fundar, eins og til hefur staðið, með fulltrúum Landsvirkjunar og Orkusölunnar nú í október.

6.Verklagsreglur um afnot af húsnæði sveitarfélagsins

201503160

Lagðar fram verklagsreglur um afnot af húsnæði í eigu sveitarfélagsins, en þær voru unnar nú fyrr á árinu, í tengslum við endurskoðun á fyrri relum og gjaldskrám.

Bæjarráð staðfestir verklagsreglurnar fyrir sitt leyti og vísar þeim til bæjarstjórnar til afgreiðslu.

7.Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2015

201509004

Lagður fram tölvupóstur, dagsettur 1. sept. 2015, frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga þar sem boðað er til fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 24. - 25. sept. n.k.

Bæjarráð samþykkir að fulltrúum í bæjarráði, auk bæjarstjóra og fjármálastjóra, verði gefinn kostur á að sækja fjármálaráðstefnuna.

8.Almenningssamgöngur 2015

201501086

Lögð fram skýrsla vinnuhóps um almenningssamgöngur og skólaakstur.

Bæjarráð samþykkir að vísa skýrslunni til umfjöllunar hjá þeim nefndum sveitarfélagsins sem tengjast málinu.

Undir þessum lið voru tekin fyrir tvö erindi frá síðasta fundi bæjarráðs, varaðandi almenningssamgöngur í Hallormsstað sem tengjast nemendum við Handverks- og hússtjórnarskólann og Menntaskólann á Egilsstöðum. Fyrir fundinum lá minnisblað frá fræðslufulltrúa og umhverfisfulltrúa um málið.

Sigrún Blöndal vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessara erinda.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og fjármálastjóra að kanna málið nánar og verður það svo tekið fyrir aftur á næsta fundi bæjarráðs.


.

9.Móttaka flóttafólks

201508099

Lagt fram erindi frá Degi Skírni Óðinssyni varðandi hans hugleiðingar um móttöku flótafólks. Einnig lagður fram tölvupóstur, dagsettur 1. september 2015 frá Lindu Rós Alfreðsdóttur, sérfræðingi hjá Velferðarráðuneytinu, varðandi móttöku á flóttafólki.

Bæjarráð er jákvætt fyrir því að koma að þessum málum og samþykkir að fela félagsmálanefnd að skoða hvernig hægt væri að standa að því að hálfu sveitarfélasins, m.a. með því að vera í sambandi við Velferðarráðuneytið og kanna með hvaða hætti Fljótsdalshérað gæti helst stutt við málið.

10.Aðalfundur SSA 2015

201503113

Farið yfir undirbúning fyrir aðalfund SSA sem haldinn verður á Djúpavogi 2. og 3. október nk.

Fram kom að verkefnastjóri sveitarstjórnamála mun koma á fund bæjarstjórnar 16. september nk. til að fara yfir drög að alyktunum.

Fundi slitið - kl. 11:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?