Fara í efni

Bæjarráð Fljótsdalshéraðs

236. fundur 15. júlí 2013 kl. 09:00 í fundarsal bæjarstjórnar
Nefndarmenn
  • Gunnar Jónsson formaður
  • Stefán Bogi Sveinsson varaformaður
  • Sigrún Blöndal aðalmaður
  • Björn Ingimarsson bæjarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason skrifstofu- og starfsmannastjóri
  • Anna Alexandersdóttir varamaður
Fundargerð ritaði: Stefán Bragason skrifstofustjóri

1.

1.1.Hjartarstaðarétt

201305170

Fyrir fundi umhverfis- og héraðsnefndar lá uppkast að samningi um mögulega aukarétt á Hjartarstöðum í Eiðaþinghá, auk upplýsinga um kostnaðarhlutdeild Fljótsdalshéraðs í réttinni.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Að tillögu umhverfis- og héraðsnefndar samþykkir bæjarráð framlögð drög að samningi og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ganga frá undirritun samningsins.

Samþykk samhljóða með handauppréttingu.

2.Endurskoðun aðalskipulags Fljótsdalshrepps

201212011

Erindinu var vísað til bjarráðs frá bæjarstjórn til afgreiðslu, en áður hafði skipulags- og byggingarnefnd vísað málinu til bæjarstjórnar.

Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að fresta málinu til næsta fundar meðan aflað verði frekari upplýsinga.

3.Samþykktir

201305149

Lagðar fram athugasemdir og ábendingar frá Innanríkisráðuneytinu, vegna samþykkta Fljótsdalshéraðs um stjórn og fundarsköp, sem voru send ráðuneytinu til staðfestingar.

Forseti bæjarstjórnar fór yfir málið og kynnti fyrir bæjarráðsmönnum. Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að fresta þriðju umræðu um samþykktirnar til næsta fundar bæjarráðs og felur forseta bæjarstjórnar að ganga frá kynntum breytingartillögum við samþykktirnar inn í textaskjalinu.

4.Framtíðarfyrirkomulag skólastarfs á Hallormsstað

201305081

Lögð fram til kynningar bókun hreppsnefndar Fljótsdalshrepps frá 2. júlí varðandi málið. Að öðru leyti er það í vinnslu hjá fræðslufulltrúa og skólayfirvöldum Hallormsstaðaskóla.
Helga Guðmundsdóttir sat fundinn undir þessum lið og kynnti vinnu sína varðandi málefni Hallormsstaðaskóla og skólastarf þar á komandi skólaári.
Málið verður aftur á dagskrá næsta bæjarráðsfundar.

5.Bréf varðandi áform HAUST um að vinna starfsleyfi fyrir fráveitur þéttbýliskjarna.

201307007

Lagt fram bréf til sveitarfélaga á starfssvæði HAUST varðandi áform HAUST um að vinna starfsleyfi fyrir fráveitur þéttbýliskjarna skv. reglum þar um.

Bæjarráð tekur vel í erindi HAUST og vísar erindinu til stjórnar HEF með ósk um að fundað verði með fulltrúum HAUST og veita umbeðnar upplýsingar. Skipulags og byggingarfulltrúi verði upplýstur um framgang málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Votihvammur/erindi frá íbúum

201212016

Lagt fram bréf frá Ívari Pálssyni varðandi fyrirhugaða lagfæringa ÍAV á íbúðarhúsum á Egilsstöðum og Reyðarfirði, þar sem sveppir hafa fundist td. í þakrýmum. Erindinu fylgir drög að samningi við húseigendur og framkvæmdaáætlun.

Bæjarráð fagnar því að nú sé að komast skriður á þetta mál og að framkvæmdaaðilar hyggi á úrbætur á næstu vikum.

7.Uppfærsla á tölvubúnaði

201306080

Lagt fram yfirlit og kostnaðaráætlun frá umsjónarmanni tölvumála, varðandi viðhaldsþörf tölvubúnaðar í stofnunum sveitarfélagsins og ýmislegt fleira er varðar rekstur upplýsingakerfis þess.

Bæjarráð þakkar framlagðar upplýsingar og mun fara betur yfir málið á fundi í ágúst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Egilsstaðaflugvöllur

201305163

Lögð fram til kynningar staðfesting frá innanríkisráðuneytinu um móttöku bréfs Fljótsdalshéraðs dagsett 6.júní 2013, varðandi millilandaflug um Egilsstaðaflugvöll.

9.Ályktun stjórnar Hestamannafélagsins Freyfaxa

201306117

Lögð fram ályktun stjórnar hestamannafélagsins Freyfaxa dagsett 26.06, þar sem m.a. er óskað eftir fundi með bæjaryfirvöldum um málefni reiðhallarinnar á Iðavöllum.

Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að boða til fundar með stjórnum Freyfaxa og reiðhallarinnar með bæjarráði til að fara yfir málin.

10.Árshátíð Fljótsdalshéraðs

201306116

Bæjarráð stefnir að því að haldin verði árshátíð starfsmanna á komandi hausti, eða fyrir miðjan nóvember. Bæjarráð mælir með að skipuð verði fimm manna árshátíðanefnd starfsmanna, með svipuðu sniði og var gert við síðustu árshátíðir. Starfsmannastjóra falið að kalla eftir tilnefningum í nefndina.
Gerður verður viðauki við fjárhagsáætlun 2013, þar sem gert verði ráð fyrir framlagi sveitarfélagsins til árshátíðarinnar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Tilnefning til verðlauna á Degi íslenskrar náttúru

201306114

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru 16. september n.k.

Að lokinni umræðu um málið var tilnefningu frestað til næsta fundar bæjarráðs.

12.Veghleðslur á Breiðdalsheiði

201306110

Lagður fram tölvupóstur dags.25.júní 2013 frá Hrafnkeli Lárussyni með hvatningu um að hugað verði að friðlýsingu og merkingu gamalla minja um veghleðslu á Breiðdalsheiði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram.
Bæjarráð þakkar ábendinguna og vísar erindinu til menningar og íþróttanefndar til umsagnar og úrvinnslu. Haft verði samráð við Breiðdalshrepp um úrvinnslu málsins.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

13.Stórurð: Hönnun og skipulag víðernis

201304103

Bæjarráð samþykkir með handauppréttingu að tilnefna Ingibjörgu Jónsdóttur og Hlyn Gauta Sigurðsson í dómnefnd hönnunarsamkeppni vegna verkefnisins," Stórurð hönnun og skipulag víðernis".
Starfshópurinn hefur þegar hafið störf.

14.Innritun í leikskóla Fljótsdalshéraðs 2013

201305074

Helga Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi fylgdi úr hlaði greinargerð sinni varðandi stöðu umsókna og veittra leikskólaplássa á komandi vetri, miðað við núverandi fjárheimildir. Fór hún yfir mönnun, húsnæðismál og kostnað við hugsanlegar lausnir og einnig umsóknir og uppsagnir á plássum eins og staðan er í augnablikinu.

Bæjarráð samþykkir að veita Fræðslufulltrúa heimild til að fullnýta húsrými á Hádegishöfða, gera þær ráðstafanir sem þarf vegna þess og taka saman fjárhagslegar upplýsingar um kostnað. Gerður verður viðauki við fjárhagsáætlun 2013 sem mun taka til þessa máls.
Jafnframt er fræðslufulltrúa falið að kanna nánar möguleika á inntöku fleiri barna í yngsta aldurshópnum.

Bæjarráð samþykkir að fresta ráðningu leikskólafulltrúa til næstu áramóta, eða þangað til ákvörðun verður tekin um annað.

15.Fundargerð 807. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

201307009

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

16.Fjármál 2013

201301002

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri sat fundinn undir þessum lið og kynnti ýmislegt talnalegt efni tengt rekstri sveitarfélagsins.

Kynntar hugmyndir að fjármögnun hjúkrunarheimilis og endurfjármögnun lána sveitarfélagsins. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og fjármálastjóra að vinna málið áfram.

Kynntar hugmyndir að breytingu á viðmiðunarflokki á nefndarlaunum skólanefndar Hallormsstaðaskóla.
Bæjarráð samþykkir að breyta viðmiðunarflokki nefndarinnar úr C flokki í B flokk. Haft verði samráði við Fljótsdalshrepp um frágang málsins.

Kynnt dagskrá frá Lionsklúbbnum Múla, vegna móttöku á erlendum ungmennum sem dvelja á Austurlandi í umsjá klúbbanna á Egilsstöðum og Seyðisfirði og hafa bækistöð í Brúarásskóla.

16.1.Kringilsárrani - Rannsóknir á gróðurbreytingum með samanburði gervitunglamynda frá 2002 og 2010

201301246

Í vinnslu.

16.2.Hálslón 2011 - Kortlagning strandsvæða

201301247

Í vinnslu.

16.3.Hálslón 2011 - Jarðvegsbinding, gróðurstyrking og vöktun strandsvæða

201301245

Í vinnslu.

16.4.Vöktun hreindýrastofnsins 2012 og tillaga Náttúrustofu Austurlands um veiðikvóta og ágangssvæði 2013

201306090

Lagt fram til kynningar.

16.5.Áhrif gruggs á vatnalífríki Glúmsstaðadalsár og Hrafnkelsár /Niðurstöður vöktunar 2012

201305178

Í vinnslu.

16.6.Fallryksmælingar við Hálslón, á Brúaröræfum og í byggð á Fljótsdalshéraði 2012.

201305177

Í vinnslu.

16.7.Vegagerðin - Ýmis mál

201306092

Bæjarráð tekur undir bókun umhverfis- og héraðsnefndar um að Vegagerðin endurskoði ákvörðun sína varðandi skilgreiningu Brennistaðavegar. Jafnframt tekur bæjarráð undir með nefndinni og hvetur Vegagerðina til að fara með vegum í sveitarfélaginu, lagfæra vegstikur og tína upp brotnar stikur utan vegar.

16.8.Urðunarstaðurinn Tjarnarlandi

200905024

Fram kemur í bókun umhverfis- og héraðsnefndar að umbeðin göng hafa þegar verið send Umhverfisstofnun.
Málið er að öðru leyti í vinnslu.

16.9.Styrkvegir 2013

201304060

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Bæjarráð samþykkir tillögu umhverfis- og héraðsnefndar að úthlutun þeirra 2,5 milljóna sem sveitarfélagið fékk frá Vegagerðinni til viðhalds styrkvega á árinu 2013. Bæjarráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að sjá til þess að umrætt viðhald verði unnið í sumar og haust, meðan veðrátta hamlar ekki framkvæmdum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

16.10.Vegurinn til Kóreksstaða

201306088

Vísað til liðar 4.2.

17.Umhverfis- og héraðsnefnd Fljótsdalshéraðs - 59

1306014

Fundargerðin staðfest.

18.Langtíma fjárfestingaráætlun

201306083

Til fundarins mættu formenn og starfsmaður atvinnumálanefndar og menningar- og íþróttanefndar og fóru yfir áherslur nefndanna varðandi framkvæmdir og stærra viðhald næstu ára, eins og nefndirnar settu þær fram í undirbúningsvinnu sinni sl. vor. Einnig vísuðu þeir til vinnu starfshópa sem hafa verið að störfum og listað upp og forgangsraðað verkefnum.

19.Fjárhagsáætlun 2014

201302034

Lagt fram bréf frá Sambandi Ísl. svfél. með leiðbeinandi upplýsingum vegna fjárhagsáætlunargerðar ársins 2014.
Gögnin verða tekin til frekari skoðunar við endanlega vinnslu fjárhagsáætlunarinnar.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni þessarar síðu?