Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

150. fundur 06. janúar 2026 kl. 12:30 - 15:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Einar Freyr Guðmundsson aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Anna Alexandersdóttir félagsmálastjóri
  • Dagmar Ýr Stefánsdóttir sveitarstjóri
  • Stefanía Malen Stefánsdóttir grunnskólafulltrúi
  • Marta Wium Hermannsdóttir leikskólafulltrúi
  • Dagný Erla Ómarsdóttir deildastjóri íþrótta og tómstunda
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir sviðstjóri menntunar og lýðheilsu
Áheyrnarfulltrúar grunnskóla Dagbjört Kristinsdóttir, Karen Sveinsdóttir og Agla Þorsteinsdóttir sátu liði 2-7. Áheyrnarfulltrúi leikskóla Kolbrún Nanna Magnúsdóttir sat liði 7-8.

1.Erindi er varðar velferð og heilsueflingu nýrra foreldra

Málsnúmer 202511179Vakta málsnúmer

Erindið var tekið fyrir á 147 fundi fjölskylduráðs þar sem ráðið óskaði eftir að fá fulltrúa Heilbrigðisstofnunar Austurlands á fund til upplýsinga og samtals. Oddný Ösp Gísladóttir, deildarstjóri Fjölskyldudeildar HSA mætir á fundinn undir þessum lið.

Oddný fór yfir stuðning HSA við nýbakaða foreldra og er henni þakkað fyrir komuna.

Málið áfram í vinnslu.

2.Fundargerðir skólaráðs Egilsstaðaskóla

Málsnúmer 202010627Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur fundargerð skólaráðs Egilsstaðaskóla dagsett 3. desember 2025.
Dagbjört Kristinsdóttir, aðstoðarskólastjóri Egilsstaðaskóla fylgir fundargerðinni eftir.

Lagt fram til kynningar.

3.Fundargerðir skólaráðs Seyðisfjarðarskóla

Málsnúmer 202010631Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar er fundargerð skólaráðs Seyðisfjarðarskóla síðan 27. nóvember 2025.
Þórunn Óladóttir, skólastjóri Seyðisfjarðarskóla, fylgir fundargerðinni eftir.

Lagt fram til kynningar.

4.Starfshópur um undirbúning nýs Seyðisfjarðarskóla

Málsnúmer 202211079Vakta málsnúmer

Fundargerð starfshóps um undirbúning nýs Seyðisfjarðarskóla liggur fyrir til kynningar. Fundargerðin er frá 18. desember sl.

5.Fjórblómið, samstarf um ráðstöfun fjármuna í grunnskólum

Málsnúmer 202512122Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur tillaga að skipulagi samstarfs fjögurra sveitarfélaga um reiknilíkan sem ætlað er að styðja við ráðstöfun fjármuna til misfjölmennra grunnskóla.
Fjölskylduráð samþykkir tillöguna og felur sviðsstjóra menntunar og lýðheilsu að vinna málið áfram.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

6.Skólahreysti í 20 ár, ósk um styrk

Málsnúmer 202512065Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur bréf, dagsett í desember 2025, frá stofnendum Skólahreystis, Andrési Guðmundssyni og Láru Helgadóttur, sent fyrir hönd Skólahreystis. Í bréfinu er óskað eftir styrk til endurnýjunar á keppnistækjum.
Fjölskylduráð hafnar styrkbeiðninni en er tilbúið að endurskoða ákvörðun sína verði keppnin haldin aftur á Austurlandi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

7.ADHD samtökin, beiðni um styrk vegna fræðslu.

Málsnúmer 202511274Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi, dagsett 27. nóvember 2025, frá Hrannari Birni Arnarssyni fyrir hönd ADHD samtakanna. Í erindinu er óskað eftir stuðningi sveitarfélagsins við samtökin.
Fjölskylduráð samþykkir að veita 100.000 kr styrk til ADHD samtakana og felur sviðstjóra menntunar og lýðheilsu að vinna að útfærslu samstarfs í samvinnu við samtökin.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

8.Umönnunarbilið

Málsnúmer 202512197Vakta málsnúmer

Fyrir liggja, til kynningar, tvær skýrslur um umönnunarbilið sem er bilið frá því að fæðingarorlofi lýkur þar til leikskólaganga barns hefst. Önnur skýrslan heitir ,,Brúum umönnunarbillið. Skýrsla og tillögur aðgerðahóps" og er hún gefin út af Stjórnarráði Íslands. Hin skýrslan er gefin út af Jafnréttisstofu og ber heitið ,,Umönnunarbilið. Kapphlaupið við klukkuna og krónurnar. Úttekt á þjónustu sveitarfélaga".
Lagt fram til kynningar.

9.Ábending og hvatning vegna gjaldskrár fyrir sundlaugaraðgang í Múlaþingi - Mismunun á grundvelli búsetu

Málsnúmer 202512028Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Aron Leví Beck Rúnarssyni, dagsett 2. desember 2025, er varðar ábendingu og hvatningu vegna gjaldskrár fyrir sundlaugaraðgang í Múlaþingi. Aron Thorarenssen lögfræðingur mætir á fundinn undir þessum lið
Fjölskylduráð þakkar Aroni fyrir erindið og vísar því til næstu fjárhagsáætlunargerðar.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Erindi, akstur í félagsmiðstöð fyrir ungmenni í Fellabæ

Málsnúmer 202511268Vakta málsnúmer

Á 170. fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs var tekið fyrir erindi Jóhanns Hjalta Þorsteinssonar er varðar akstur ungmenna í Fellabæ í félagsmiðstöðina Nýjung á Egilsstöðum. Ráðið vísar málinu aftur til Fjölskylduráðs til nánari skoðunar, með tilliti til meðfylgjandi minnisblaðs.
Fjölskylduráð lýsir vilja sínum til að bæta samgöngur fyrir ungmenni úr Fellabæ í félagsmiðstöðina Nýung. Sviðsstjóra menntunar og lýðheilsu er falið að vinna málið áfram, í samræmi við þær umræður sem fram fóru á fundinum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

11.Skýrsla sviðstjóra fjölskyldusviðs 2026

Málsnúmer 202512222Vakta málsnúmer

Fyrir liggur skýrsla sviðstjóra fjölskyldusviðs
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?