Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

109. fundur 13. ágúst 2024 kl. 12:30 - 14:30 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
  • Þórey Birna Jónsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Marta Wium Hermannsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir og Júlía Sæmundsdóttir fræðslustjóri og félagsmálastjóri

1.Leikskólinn Bjarkatún. Beiðni um viðbótarfjármagn

Málsnúmer 202408014Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni um viðbótarfjármagn frá Guðrúnu Sigurðardóttur leikskólastjóra Bjarkatúns, dagsett 7. ágúst 2024. Beiðnin snýr að auka stöðugildi vegna stuðnings við langveikt barn.
Fjölskylduráð samþykkir viðbótarfjármagn fyrir sitt leyti með fyrirvara um samþykki byggðarráðs og óskar jafnframt eftir að tekið verði tillit til þess í fjárhagsáætlun 2025.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Skólapúlsinn 23-24 Múlaþing

Málsnúmer 202404070Vakta málsnúmer

Fyrir liggja niðurstöður kannanna Skólapúlsins í leikskólum Múlaþings vegna skólaársins 2023-2024.

Lagt fram til kynningar.

3.Ársskýrsla leikskóla Múlaþings skólaárið 2023-2024

Málsnúmer 202408013Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ársskýrsla leikskóla Múlaþings fyrir skólaárið 2023-2024.

Lagt fram til kynningar.

4.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 202012045Vakta málsnúmer

Skýrsla fræðslustjóra lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:30.

Getum við bætt efni þessarar síðu?