Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

88. fundur 28. nóvember 2023 kl. 12:30 - 14:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
Fundargerð ritaði: Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
Helga Þórarinsdóttir, verkefnastjóri í félagsþjónustu mætti á fundinn undir 1. lið.
Anna Alexandersdóttir, verkefnastjóri barnaverndar og Austurlandslíkansins mætti undir lið 9.

1.Gjaldskrár 2024

Málsnúmer 202309111Vakta málsnúmer

Starfsmaður leggur fram drög að gjaldskrám félagsþjónustu fyrir árið 2024. Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagðar breytingar.

Samþykkt samhljóða.

2.Reglur um stuðningsþjónustu

Málsnúmer 202301121Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

3.Fundir sveitarstjórnar, ráða og heimastjórna janúar til júlí 2024

Málsnúmer 202311115Vakta málsnúmer

Lagt er fyrir fundinn fundardagatal sveitarstjórnar, ráða og nefnda á fyrri helmingi næsta árs. Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagt fundardagatal.

4.Skýrsla um húsnæðismál fatlaðs fólks nóvember 2023

Málsnúmer 202311075Vakta málsnúmer

Lögð er fram til kynningar skýrsla um húsnæðismál fatlaðs fólks frá Öryrkjabandalagi Íslands.

5.Reglur um Menningarstyrki Múlaþings

Málsnúmer 202311041Vakta málsnúmer

Samkvæmt bókun á fundi byggðaráðs 21. nóvember s.l. er óskað eftir því að fjölskylduráð tilnefni aðila úr ráðinu til setu í faghópi um úthlutun menningarstyrkja hjá Múlaþingi.

Fjölskylduráð tilnefnir Ásrúnu Mjöll Stefánsdóttur sem fulltrúa ráðsins.

Samþykkt samhljóða.

6.Vinnsla barnaverndarmála frá Grindavík

Málsnúmer 202311286Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá félagsþjónustu Grindavíkurbæjar vegna vinnslu barnaverndarmála barna með lögheimili í Grindavík en sem nú eru búsett annars staðar á landinu. Fjölskylduráð vill með öllum ráðum styðja við og aðstoða barnavernd Grindavíkur í vinnslu mála á meðan óvissa er uppi um búsetu í Grindavík.

7.Erindi frá félagsþjónustu Grindavíkur

Málsnúmer 202311287Vakta málsnúmer

Borist hafa leiðbeiningar frá félagsþjónustu Grindavíkur varðandi hvernig bregðast skuli við ef íbúar úr Grindavík leita þjónustu hjá öðrum félagsþjónustum á landinu.

Lagt fram til kynningar.

8.Skipurit félagsþjónustu Múlaþings

Málsnúmer 202311225Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri leggur fram til samþykktar nýtt skipurit í félagsþjónustu. Fjölskylduráð samþykkir nýtt skipulag fyrir sitt leyti og vísar málinu til byggðaráðs.

Samþykkt samhljóða.

9.Trúnaðarmál

Málsnúmer 202010294Vakta málsnúmer

Bókun færð í trúnaðarmálabók.

10.Skýrsla félagsmálastjóra 2023

Málsnúmer 202305269Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?