Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

86. fundur 07. nóvember 2023 kl. 12:30 - 15:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Alda Ósk Harðardóttir varamaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Ásrún Mjöll Stefánsdóttir aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri

1.Íþrótta- og tómstundastyrkir fjölskylduráðs, október 2023

Málsnúmer 202308084Vakta málsnúmer

Fyrir liggja umsóknir um íþrótta- og tómstundastyrki fjölskylduráðs sem auglýstir voru til umsóknar með umsóknarfrest til og með 15. október 2023.

Fjölskylduráð leggur til að eftirfarandi verkefni verði styrkt:
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs, Ævintýraferðir fjölskyldunnar, kr. 300.000.
Náttúruskólinn, Rætur og rótarskot, kr. 300.000.
Æskulýðsstarfsemi Freyfaxa, Reiðkennsla fyrir börn og unglinga, kr. 300.000.
Sverrir Rafn Reynisson, sleggjukast - æfinga- og keppnisferðir, kr. 100.000.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Reglur um hreyfi- og heilsueflingarstyrk starfsfólks Múlaþings 2024

Málsnúmer 202311013Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög að reglum um hreyfi og heilsueflingarstyrk starfsfólks Múlaþings fyrir árið 2024.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu

3.Tómstundaframlag Múlaþings 2024

Málsnúmer 202311012Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi reglur um tómstundaframlag Múlaþings fyrir árið 2024, leggur til hækkun tómstundaframlags um 5.000 kr. til viðbótar við fjárhagsáætlun sviðsins. Fjölskylduráð vísar málinu til byggðaráðs til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

4.Opnunartími í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum

Málsnúmer 202310148Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá forstöðumanni íþróttamiðstöðvarinnar á Egilsstöðum varðandi breytingu á opnunartíma hússins frá 10-18 yfir í 9-17 á laugardögum og sunnudögum.

Fjölskylduráð samþykkir breytinguna og bendir á að rétt er að auglýsa hana vel til notenda.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Skýrsla íþrótta- og æskulýðsstjóra

Málsnúmer 202010555Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?