Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

59. fundur 17. janúar 2023 kl. 12:30 - 16:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurður Gunnarsson formaður
  • Björg Eyþórsdóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Guðný Lára Guðrúnardóttir aðalmaður
  • Rannveig Þórhallsdóttir varamaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jóhann Hjalti Þorsteinsson aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir fræðslustjóri
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
  • Stefanía Malen Stefánsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir / Júlía Sæmundsdóttir fræðslustjóri / félagsmálastjóri
Áheyrnarfulltrúi leikskóla, Bryndís Björt Hilmarsdóttir sat lið 1.
Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Þorbjörg Sandholt, Arna Magnúsdóttir og Valdís Dögg Rögnvaldsdóttir sátu 2. - 6. lið. Þórunn Óladóttir skólastjóri Seyðisfjarðarskóla sat 1. - 2. lið. Þorbjörg Sandholt skólastjóri Djúpavogsskóla sat 3.- 5. lið.

Guðbjörg Gunnarsdóttir, verkefnastjóri í málefnum fatlaðra sat fundinn undir liðum 8 - 10.

1.Starfsáætlanir leikskóla 2022 - 2023

Málsnúmer 202211269Vakta málsnúmer

Fyrir liggur starfsáætlun Seyðisfjarðarskóla, leikskóladeildar fyrir skólaárið 2022-2023. Þórunn Hrund Óladóttir, skólastjóri Seyðisfjarðarskóla, fylgdi starfsáætluninni eftir.

Lagt fram til kynningar.

2.Fundargerðir skólaráðs Seyðisfjarðarskóla

Málsnúmer 202010631Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð skólaráðs frá 5. desember 2022. Þórunn Hrund Óladóttir, skólastjóri Seyðisfjarðarskóla, fylgdi fundargerðinni eftir og dró fram ákveðna þætti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

3.Fundargerðir skólaráðs Djúpavogsskóla

Málsnúmer 202010632Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð skólaráðs Djúpavogsskóla frá 15. desember 2022. Þorbjörg Sandholt, skólastjóri Djúpavogsskóla, fylgdi fundargerðinni eftir og dró fram ákveðna þætti.

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

4.Ytra mat - Djúpavogsskóli 2020

Málsnúmer 202011035Vakta málsnúmer

Fyrir liggur umbótaráætlun Djúpavogsskóla fyrir árið 2023. Þorbjörg Sandholt, skólastjóri Djúpavogsskóla, fylgdi áætluninni eftir.

Umbótaráætlunin lögð fram til kynningar.

5.Sjálfsmatsskýrsla Djúpavogsskóla vor 2022

Málsnúmer 202301102Vakta málsnúmer

Fyrir liggur Sjálfsmatsskýrsla Djúpavogsskóla fyrir árið 2021-2022. Þorbjörg Sandholt, skólastjóri Djúpavogsskóla, fylgdi skýrslunni eftir.

Skýrslan lögð fram til kynningar.

6.Beiðni um skólaakstur

Málsnúmer 202206040Vakta málsnúmer

Fyrir liggur beiðni frá Þórhalli R. Ásmundssyni og Lilju Sigurðardóttur, dagsett 25. desember 2022. Þar er óskað eftir endurupptöku máls um skólaakstur sem tekið var fyrir í fjölskylduráði 21. júní 2022.

Fjölskylduráð hafnar erindi um skólaakstur í annað skólahverfi. Fræðslustjóra er falið að svara beiðninni formlega.

Samþykkt samhljóða.

7.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 202012045Vakta málsnúmer

Skýrsla fræðslustjóra

Lögð fram til kynningar.

8.Kosning fulltrúa í embætti, stjórnir, ráð og nefndir

Málsnúmer 202205380Vakta málsnúmer

Í lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991 með breytingum frá 1. október 2018 er kveðið á um að sveitarfélög skuli skipa samráðshóp um málefni fatlaðs fólks sbr. 2. mgr. 42. gr. laganna. Hlutverk notendaráðs er að vera formlegur vettvangur samráðs og samstarfs við sveitarstjórn um hagsmuni fatlaðs fólks þar sem fjallað er um þjónustu við fatlað fólk, framkvæmd hennar og þróun. Ráðið stuðlar þannig að skoðanaskiptum og miðlun upplýsinga milli fatlaðs fólks og stjórnvalda um stefnu og framkvæmd í málefnum sem varða fatlað fólk og er þeim og fastanefndum þeirra til ráðgjafar í þeim efnum.
Markmiðið með starfi notendaráðsins er að gera fötluðu fólki kleift að hafa áhrif á og taka þátt í skipulagi og framkvæmd þjónustu sem það varðar, svo og öðrum hagsmunamálum sínum á þjónustusvæðinu.

Fjölskylduráð í umboði sveitarstjórnar skipar eftirfarandi fulltrúa í samráðshópinn:

Aðalmenn:

Guðný Margrét Hjaltadóttir (D)
Jónína Brynjólfsdóttir (B)
Jóhann Hjalti Þorsteinsson (L)

Varamenn:
Sigurður Gunnarsson (D)
Björg Eyþórsdóttir (B)
Ásrún Mjöll Stefánsdóttir (V)

Hagsmunasamtök fatlaðs fólks tilnefnir eftirfarandi aðila í samráðshópinn:

Aðalmenn:
Arnar Ágúst Klemensson
Fanney Sigurðardóttir
Matthías Þór Sverrisson

Varamenn:
Guðni Sigmundsson
María Sverrisdóttir
Jónína Bára Benediktsdóttir

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.



9.Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning

Málsnúmer 202012084Vakta málsnúmer

Teknar eru fyrir reglur um sérstakan húsnæðisstuðning hjá félagsþjónustu Múlaþings með hliðsjón af tillögum Félags- og vinnumarkaðsráðuneytis um uppfærð tekju- og eignaviðmið sem fólgin eru í leiðbeiningum ráðherra til sveitarfélaga um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings til leigjanda. Fjölskylduráð samþykkir reglurnar með breyttum tekju- og eignaviðmiðum.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

10.Reglur um stoðþjónustu

Málsnúmer 202301121Vakta málsnúmer

Teknar eru til umfjöllunar tillögur starfsmanna félagsþjónustu að nýjum og samþættum reglum er varða stuðningsþjónustu. Í fyrirliggjandi tillögu er öll grunnþjónusta felld saman til einföldunar fyrir notendur, hvort sem þeir sækja um þjónustu á grundvelli laga um félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991, laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 eða laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna nr. 86/2021.

Fjölskylduráð samþykkir samhljóða meðfylgjandi reglur félagsþjónustu Múlaþings um stuðningsþjónustu.

11.Beiðni um styrk til Framtíðar, félags eldriborgara á Seyðisfirði

Málsnúmer 202212154Vakta málsnúmer

Fyrir ráðinu liggur erindi félags eldri borgara á Seyðisfirði þar sem farið er fram á hærri styrk til starfsemi félagsins á árinu 2022 heldur en gert er ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins 2022. Rök félagsins eru þau að fyrir sameiningu hlaut félagið 700.000,- kr. til sinnar starfsemi, sem lækkaði niður í 350.000,- kr. eftir sameiningu. Félagsmenn benda á að þeir standa sjálfir að þrifum á húsnæði því er þeim er útvegað til sinna félagsstarfa.

Fjölskylduráð tekur undir röksemdir félags eldri borgara á Seyðisfirði að því marki að veitt þjónusta við eldri borgara er minni á Seyðisfirði heldur en á Djúpavogi og Egilsstöðum. Tekið skal fram að fyrir dyrum stendur heildarendurskoðun á þjónustunni innan sveitarfélagsins þar sem sérstaklega verður horft til aukinnar þjónustu í málaflokknum á Seyðisfirði.

Beiðni um aukinn styrk til félags eldri borgara á Seyðisfirði á árinu 2022 er því aukinn og verður 700.000,- kr.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

12.Heilsuefling eldri borgara

Málsnúmer 202301124Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri leggur fyrir minnisblað um heilsueflingu eldri borgara á Egilsstöðum þar sem lagt er til að samningur verði gerður við Katrínu Kristínu Briem Gísladóttir um sundleikfimi fyrir eldri borgara. Katrín Kristín hefur í áraraðir haldið úti sundleikfimi sem og leikfimi í sal fyrir eldri borgara gegn hóflegu gjaldi. Einnig er lagt til að Katrín Kristín fái styrk að upphæð 150.000,- kr. fyrir þá þjónustu sem hún veitti á síðasta ári til eflingar heilsu eldri borgara í Múlaþingi.

Fjölskylduráð felur félagsmálastjóra að leita samninga við Katrínu Kristínu um áframhaldandi þjónustu við eldri borgara á vegum sveitarfélagsins. Einnig er samþykkt að styrkja Katrínu Kristínu um 150.000,- kr. fyrir námskeiðahald á umliðnum árum. Fjölskylduráð fagnar frumkvæði Katrínar Kristínar og væntir góðs af samstarfi við hana.

13.Erindi til fjölskylduráðs og heimastjórnar Fljótsdalshéraðs

Málsnúmer 202207043Vakta málsnúmer

Tekið er til umfjöllunar ráðsins málefni barna með fötlun og rétt þeirra til lengdrar viðveru og frístundaþjónustu í samræmi við lög nr. 38/2018 um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir. Málið var áður tekið fyrir á fundi ráðsins 16. ágúst 2022 þar sem sviðsstjórum var falið að vinna að undirbúningi frístundaþjónustu fyrir börn með fötlun á komandi skólaári og sumri. Sviðsstjórar áttu jafnframt að leggja fyrir ráðið samantekt um málið.

Sviðstjórar fóru yfir vinnslu málsins og stöðu þess hjá sviðinu. Unnið er að greinargerð þar sem fram koma tillögur eða drög um veitingu þjónustu í samræmi við lög nr. 38/2018 og stefnt að því að ljúka þeim drögum fyrir upphaf mars mánaðar. Félagsmálastjóra er falið að funda með málshefjendum og kynna þeim stöðu málsins og bjóða þá þjónustu sem hægt er að veita að svo komnu máli, sem væri aðlögun að þeirri þjónustu sem þeir sannanlega eiga rétt á en ekki er unnt að veita af hálfu sveitarfélagsins að svo komnu máli.

Samþykkt samhljóða.

14.Skýrsla Félagsmálastjóra

Málsnúmer 201712031Vakta málsnúmer

Félagsmálastjóri fer yfir starfsemi félagsþjónustu og helstu verkefni hennar.

Fundi slitið - kl. 16:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?