Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

39. fundur 15. mars 2022 kl. 12:30 - 14:00 í fundarsal sveitarstjórnar, Lyngási 12 Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Elvar Snær Kristjánsson formaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varaformaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Kristín Guðveig Sigurðardóttir aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Billa Árnadóttir aðalmaður
  • Þórlaug Alda Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
Fundargerð ritaði: Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri

1.Allir með! - þróunarverkefni Íþróttafélagsins Hattar

Málsnúmer 202106104Vakta málsnúmer

Frestað til næsta fundar.

2.Knatthús á Seyðisfirði

Málsnúmer 202201117Vakta málsnúmer

Undir þessum lið mættu Birkir Pálsson og Rúnar Freyr Þórhallsson og kynntu hugmyndir sínar um knatthús á Seyðisfirði.

Fjölskylduráð þakkar kynninguna og lýst vel á hugmyndina að knatthúsi á Seyðisfirði og telur að leggja eigi áherslu á þann kost fremur en knattspyrnuvöll í fullri stærð. Þá telur ráðið að yfirbyggt knatthús muni nýtast fleirum og allt árið, þ.m.t. eldra fólki sem vill ganga/hreyfa sig innandyra yfir vetrartímann. Ráðið leggur áherslu á að mikilvægt sé að huga vel að staðarvali með það í huga að halda sparkvelli.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fundargerð stjórnar SKÍS 10. febrúar 2022

Málsnúmer 202203062Vakta málsnúmer

Í vinnslu.

4.Erindi - aldurstakmark í líkamsrækt

Málsnúmer 202201044Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun ungmennaráðs Múlaþings frá 21. febrúar 2022.

Fjölskylduráð Múlaþings harmar þau mistök að hafa ekki sent ungmennaráði Múlaþings erindi um aldurstakmörk í íþróttamiðstöðvum til umfjöllunar. Það er hárrétt ábending frá ungmennaráði að það hefði átt að gera. Fjölskylduráð þakkar ábendinguna og tekur hana til sín fyrir komandi erindi.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

5.Ráðning fræðslustjóra

Málsnúmer 202203093Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

6.Skýrsla íþrótta- og æskulýðsstjóra

Málsnúmer 202010555Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 14:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?