Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

35. fundur 18. janúar 2022 kl. 12:30 - 15:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Elvar Snær Kristjánsson formaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varaformaður
  • Jón Björgvin Vernharðsson varamaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Kristín Guðveig Sigurðardóttir aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Ragnhildur Billa Árnadóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
  • Stefanía Malen Stefánsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
  • Marta Wium Hermannsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir / Bylgja Borgþórsdóttir fræðslustjóri / íþrótta- og æskulýðsstjóri
Áheyrnarfulltrúar leiksóla, Bryndís Skúladóttir og Íris Birgisdóttir sátu fundinn undir liðum 3 og 4. Dagmar Ósk Atladóttir, áheyrnarfulltrúi starfsfólks leikskóla, boðaði forföll.

Stefanía Malen Stefánsdóttir og Marta Wium Hermannsdóttir sátu fundinn frá og með afgreiðslu liðar 3 á dagskrá fundarins.

1.Erindi - aldurstakmark í líkamsrækt

Málsnúmer 202201044Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Ágústu Margréti Arnardóttur, Guðlaugi Birgissyni, Oddnýju Önnu Björnsdóttur og Pálma Einarssyni þar sem beðið er um endurskoðun á aldurstakmarki í líkamsræktarsal á Djúpavogi.

Fjölskylduráð hafnar því að lækka aldurstakmark í líkamsræktarsal á Djúpavogi og felur formanni og starfsmanni ráðsins að svara því í samræmi við umræður á fundinum.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

2.Erindi vegna stofnunar nýs liðs í KSÍ keppni

Málsnúmer 202112158Vakta málsnúmer

Anton Helgi Loftsson, fulltrúi Hattar rekstrarfélags, sat fundinn undir þessum lið.
Guðmundur Bj. Hafþórsson vék af fundi undir þessum lið.

Fyrir liggur tölvupóstur frá Hetti rekstrarfélagi, dagsettur 14. desember 2021, þar sem vakin er athygli á stofnun nýs knattspyrnuliðs í sveitarfélaginu og fylgir því beiðni um styrk.

Fjölskylduráð samþykkir að veita Rekstrarfélagi Hattar styrk til stofnunar nýs knattspyrnuliðs og felur starfsmanni að vinna málið í samráði við fjármálastjóra.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Leikskólar - fæði, fæðisgjöld

Málsnúmer 202201060Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Urði Örnu Ómarsdóttur, sem er foreldri við leikskóladeild Seyðisfjarðarskóla. Erindið varðar gæði og hugsanlega samræmingu á framboði á fæði leikskólabarna í leikskólum sveitarfélagsins.

Fjölskylduráð óskar eftir að fenginn verði fagaðili til að fara yfir framboð á fæði í leikskólum sveitarfélagins og niðurstaða þess verði kynnt fyrir ráðinu.

Samþykkt samhljóða án handauppréttingar.

4.Leikskólagjöld á farsóttartímum

Málsnúmer 202201061Vakta málsnúmer

Umræða um innheimtu leikskólagjalda á farsóttartímum.

Leikskólastjórar hafa fjallað um málið og leggja til að þegar börn eru í sóttkví eða einangrun verði farið með það eins og um veikindi sé að ræða, en ef leikskóladeild eða heilum leikskólum er lokað séu leikskólagjöld felld niður þann tíma sem lokað er.

Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti þessa framkvæmd.

Samþykkt samhljóða án handauppréttingar.

5.Verklag í Skólaþjónustu Múlaþings

Málsnúmer 202201066Vakta málsnúmer

Marta Wium Hermanssdóttir, leikskólafulltrúi Múlaþings, kynnti verklag í Skólaþjónustu Múlaþings.

Lagt fram til kynningar.

6.Skólastarf á Covid tímum

Málsnúmer 202201067Vakta málsnúmer

Fræðslustjóri kynnti stöðu mála varðandi áhrif faraldursins á skólastarf í sveitarfélaginu.

Lagt fram til kynningar.

7.Skýrsla fræðslustjóra

Málsnúmer 202012045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd