Fara í efni

Fjölskylduráð Múlaþings

30. fundur 19. október 2021 kl. 12:30 - 14:05 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Elvar Snær Kristjánsson formaður
  • Guðný Margrét Hjaltadóttir varaformaður
  • Alda Ósk Harðardóttir aðalmaður
  • Guðmundur Björnsson Hafþórsson aðalmaður
  • Kristín Guðveig Sigurðardóttir aðalmaður
  • Kristjana Sigurðardóttir aðalmaður
  • Benedikta Guðrún Svavarsdóttir varamaður
  • Halla Sigrún Sveinbjörnsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Helga Guðmundsdóttir fræðslustjóri
  • Júlía Sæmundsdóttir félagsmálastjóri
  • Þórunn Bylgja Borgþórsdóttir íþrótta- og æskulýðsstjóri
  • Aðalheiður Árnadóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Stefanía Malen Stefánsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
  • Marta Wium Hermannsdóttir starfsmaður fjölskyldusviðs
Fundargerð ritaði: Helga Guðmundsdóttir / Júlía Sæmundsdóttir / Bylgja Borgþórsdóttir fræðslustjóri / félagsmálastjóri / íþrótta- og æskulýðsstjóri
Áheyrnarfulltrúar leikskóla, Bryndís Skuladóttir, Dagmar Ósk Atladóttir og Íris Birgisdóttir tóku þátt í fundinum undir liðum 3 og 4. Áheyrnarfulltrúar grunnskóla, Þorbjörg Sandholt og Hrund Erla Guðmundsdóttir tóku þátt í fundinum undir lið 5. Áheyrnarfulltrúar tónlistarskóla, Sóley Þrastardóttir og Guido Baumer tóku þátt í fundinum undir lið 6.

1.Fjárhagsáætlun íþrótta- og æskulýðsmála 2022

Málsnúmer 202103235Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun æskulýðs- og íþróttamála fyrir árið 2022.

Þá leggur ráðið til að gjaldskrár íþróttamannvirkja Múlaþings verði hækkaðar um 3,5% 1. janúar 2022.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

2.Fjárhagsáætlun 2022 - félagsþjónusta

Málsnúmer 202106122Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir fjárhagsáætlun félagsþjónustu fyrir árið 2022.

Samþykkt samhljóða.

3.Starfsáætlanir leikskóla Múlaþings

Málsnúmer 202110085Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Fjárhagsáætlun leikskóla 2022

Málsnúmer 202109142Vakta málsnúmer

Ítrekaðar tilraunir til að fá dagforeldra til starfa á Egilsstöðum hafa ekki borið árangur.

Fjölskylduráð felur fræðslustjóra og skólastjórnendum í leikskólanum Hádegishöfða að leita leiða til að unnt verði að starfrækja deild á Vonarlandi frá áramótum fyrir þau börn sem þá hafa náð eins árs aldri. Deildin starfi fram á sumar, en þá er gert ráð fyrir að viðbótardeild bætist við í Fellabæ með nýju leikskólahúsnæði.

Samþykkt samhljóða - fjárhagsáætlun leikskóla vísað til afgreiðslu undir lið 7.

5.Fjárhagsáætlun grunnskóla 2022

Málsnúmer 202109141Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun grunnskóla vísað til liðar 7.

6.Fjárhagsáætlun tónlistarskóla 2022

Málsnúmer 202109143Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun tónlistarskóla vísað til liðar 7.

7.Fjárhagsáætlun fræðslumála 2022

Málsnúmer 202105138Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð samþykkir fyrir sitt leyti fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fræðslumála 2022. Áætlunin gerir ráð fyrir 3% hækkun gjaldskráa í leik- og grunnskólum frá 1. janúar og í tónlistarskólum frá skólaárinu 2022-2023.

Í samræmi við afgreiðslu fjölskylduráðs frá 19. janúar sl. varðandi leikskólagjöld á Seyðisfirði samþykkir ráðið að dvalarstund á Seyðisfirði verði 250 kr. lægri en almennt gjald fyrir dvalarstund í leikskólum Múlaþings á árinu 2022.

Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 14:05.

Getum við bætt efni þessarar síðu?