Fara í efni

Fjárhagsáætlun íþrótta- og æskulýðsmála 2022

Málsnúmer 202103235

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð Múlaþings - 23. fundur - 29.06.2021

Fyrir liggur fjárhagsáætlun íþrótta- og æskulýðsmála fyrir 2022.

Fjölskylduráði líst vel á þróunarverkefni ÍFH sem snýr að breyttu sniði á æfingum á næsta ári og mun fara málið yfir með tilliti til fjárhagsramma sviðsins haustið 2021 þegar kostnaðaráætlun verkefnisins liggur fyrir.

Kristjana Sigurðardóttir, Ragnhildur Billa Árnadóttir og Jódís Skúladóttir settu fram eftirfarandi bókun:
"Fulltrúar L og VG leggja mikla áherslu á að verkefninu Skapandi sumarstörf verði haldið áfram í samstarfi við Fjarðabyggð og að gert verði ráð fyrir fjármagni til þess að af því geti orðið. Verkefnið hefur mikilvæga þýðingu og forvarnargildi fyrir ungt fólk í sveitarfélaginu."

Að öðru leyti eru ekki gerðar athugasemdir við fyrirliggjandi ramma og frekari vinna við áætlunina bíður síðan endanlegrar afgreiðslu fjárhagsáætlunarinnar í haust.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fjölskylduráð Múlaþings - 30. fundur - 19.10.2021

Fjölskylduráð samþykkir fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun æskulýðs- og íþróttamála fyrir árið 2022.

Þá leggur ráðið til að gjaldskrár íþróttamannvirkja Múlaþings verði hækkaðar um 3,5% 1. janúar 2022.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?