Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

9. fundur 19. janúar 2021 kl. 08:30 - 10:15 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Gauti Jóhannesson varaformaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Vilhjálmur Jónsson aðalmaður
  • Eyþór Stefánsson aðalmaður
  • Jódís Skúladóttir áheyrnarfulltrúi
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Stefán Snædal Bragason bæjarritari
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Stefán Snædal Bragason bæjarritari

1.Fjármál 2021

Málsnúmer 202101001Vakta málsnúmer

Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri og Björn Ingimarsson sveitarstjóri fóru yfir og kynntu byggðaráði stöðu nokkurra mála sem snerta rekstur og fjármál sveitarfélagsins.

2.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir 2021

Málsnúmer 202101106Vakta málsnúmer

Fyrir lá fundargerð Almannavarnarnefndar Austurlands, dags. 11.01.2021.
Lagt fram til kynningar

3.Byggðamerki fyrir Múlaþing

Málsnúmer 202010509Vakta málsnúmer

Fyrir lá minnisblað þar sem fram kemur að við nánari eftirgrennslan og samskipti við Hugverkastofu hafi komið í ljós að gera þarf breytingar á samþykktu byggðamerki þannig að það uppfylli gildandi reglur. Breytingarnar snúa að lit á „hreindýrshorni“ og að ekki megi vera tveir bláir litir. Fyrir lá tillaga höfundar að breyttu merki.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings staðfestir merkið með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á litum þess.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Mannauðsstefna Múlaþings

Málsnúmer 202010540Vakta málsnúmer

Fyrir lágu upplýsingar frá rýnihóp um stöðu verkefnisins.
Lagt fram til kynningar.

5.Heimildavinna með sjónarvottum aurflóðanna á Seyðisfirði

Málsnúmer 202101067Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun heimastjórnar Seyðisfjarðar þar sem óskað er eftir heimild til að ráða aðila til að taka viðtöl við þá sem voru inni á hamfarasvæðinu utan Búðarár þann 18.12.2020 og utan þess en urðu vitni af því er hamfarirnar urðu. Megintilgangur verkefnisins verði m.a. að fá fram upplýsingar er gagnast geti við vinnu við að finna lausnir á vörnum til framtíðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að ráðist verði í verkefnið og er heimastjórn Seyðisfjarðar falið að hafa umsjón með framkvæmd þess.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

6.Skriðuföll á Seyðisfirði

Málsnúmer 202012168Vakta málsnúmer

Farið yfir stöðu mála. Fyrirspurnir frá fyrirtækjum, húseigendum o.fl.

Einnig var fjallað um erindi sem borist hafa til sveitarfélagsins sem trúnaðarmál og voru bókuð í trúnaðarmálabók.

7.Erindi vegna listasafns fyrir alþjóðlega myndlist - Vogaland 5 Djúpavogi

Málsnúmer 202012050Vakta málsnúmer

Fyrir lá erindi varðandi listasafn fyrir alþjóðlega myndlist á Djúpavogi er sveitarstjórn vísaði til byggðaráðs til frekari vinnslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að afla frekari gagna vegna málsins og er þau liggja fyrir verði málið tekið fyrir hjá byggðaráði Múlaþings að nýju.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

8.Gjaldtaka í Hafnarhólma

Málsnúmer 202101066Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun heimastjórnar Borgafjarðar þar sem mögulegri gjaldtöku í Hafnarhólma er vísað til byggðaráðs til frekari úrvinnslu.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að afla frekari gagna vegna málsins og er þau liggja fyrir verði málið tekið fyrir hjá byggðaráði Múlaþings að nýju.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Tjaldsvæði Borgarfirði, rekstur

Málsnúmer 202011209Vakta málsnúmer

Fyrir lá bókun heimastjórnar Borgarfjarðar þar sem því er beint til byggðaráðs að kannaðir verði möguleikar þess að bjóða út rekstur tjaldsvæðis á Borgarfirði.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að fela sveitarstjóra að láta skoða hentugt framtíðarfyrirkomulag reksturs tjaldsvæða sem eru í eigu sveitarfélagsins. Er niðurstaða þeirrar vinnu liggur fyrir verður málið tekið fyrir til afgreiðslu í byggðaráði.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 10:15.

Getum við bætt efni þessarar síðu?