Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

114. fundur 23. apríl 2024 kl. 08:30 - 10:00 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2024

Málsnúmer 202401001Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Fjárhagsáætlun Múlaþings 2025 - 2028

Málsnúmer 202404017Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá skrifstofustjóra Múlaþings varðandi aðkomu heimastjórna að fjárhagsáætlunargerð sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að beina því til heimastjórna að þær taki til umfjöllunar þeirra áherslur vegna fjárhagsáætlunargerðar 2025-2028 á fundum sínum í byrjun maí og komi á framfæri til viðkomandi fagráða.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

3.Beiðni um styrk vegna 50 ára afmælis Egilsstaðakirkju

Málsnúmer 202404068Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá Egilsstaðakirkju varðandi styrk frá sveitarfélaginu í tilefni 50 ára afmælis kirkjunnar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að sveitarfélagið komi að kynningu afmælishátíðar með 17. júní dagskrá á Egilsstöðum og felur atvinnu- og menningarmálastjóra að sjá til þess. Varðandi styrkveitingu frá sveitarfélaginu vegna verkefnanna "Afmælistónleikar" og "Málþing um Austurlandsskáldin" felur byggðaráð Atvinnu- og menningarmálastjóra og fjármálastjóra að móta tillögu að mögulegri aðkomu sveitarfélagsins að þeim verkefnum og leggja fyrir byggðaráð til afgreiðslu.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

4.Innsent erindi, Vetrarþjónusta á Jökuldalsvegi

Málsnúmer 202404074Vakta málsnúmer

Fyrir liggur bókun frá fundi umhverfis- og framkvæmdaráðs, dags. 15.04.2024, þar sem því er beint til byggðaráðs að bregðast við ákalli um bætta símaþjónustu á vegkaflanum frá þjóðvegi 1 að Stuðlagili.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings tekur undir þær áherslur er fram koma m.a. í fyrirliggjandi erindi varðandi vetrarþjónustu á Jökuldalsvegi að mikilvægt sé að símaþjónustan á vegkaflanum frá þjóðvegi 1 að Stuðlagili verði bætt. Sveitarstjóra falið að koma þessu á framfæri til viðeigandi aðila.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

5.Evrópuverkefni NATALIE, kynningarfundur

Málsnúmer 202404096Vakta málsnúmer

Frestað.

6.Fundagerðir Austurbrúar og upplýsingapóstar 2024

Málsnúmer 202401179Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Austurbrúar, dags. 22.03.2024.

Lagt fram til kynningar.

7.Fundagerðir SSA 2024

Málsnúmer 202401177Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar SSA, dags. 22.03.2024.

Lagt fram til kynningar.

8.Aðalfundur Landskerfis bókasafna hf. 2024

Málsnúmer 202404145Vakta málsnúmer

Fyrir liggur boðun til aðalfundar Landskerfis bókasafna hf. 2024.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur atvinnu- og menningarmálastjóra að skipa fulltrúa er mæti fyrir hönd sveitarfélagsins á boðaðan aðalfund Landskerfis bókasafna hf. er haldinn verður 7. maí nk. Jafnframt er Atvinnu- og menningarmálástjóra falið að óska eftir því að fulltrúi sveitarfélagsins geti tengst fundinum um fjarfundarbúnað.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

9.Landshlutafundur Jafnréttisstofu fyrir Austurland 2024

Málsnúmer 202404130Vakta málsnúmer

Fyrir liggur tilkynning um landshlutafund Jafnréttisstofu er haldinn verður á Egilsstöðum með kjörnum fulltrúum á Austurlandi miðvikudaginn 8. maí nk.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings felur ritara að koma á framfæri við kjörna fulltrúa sveitarfélagsins upplýsingum varðandi fyrirhugaðan landshlutafund Jafnréttisstofu á Egilsstöðum þann 8. maí nk.

Samþykkt samhljóða án atkvæðagreiðslu.

Fundi slitið - kl. 10:00.

Getum við bætt efni þessarar síðu?