Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

75. fundur 21. febrúar 2023 kl. 10:00 - 11:45 í Valaskjálf, Egilsstöðum
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2023

Málsnúmer 202301003Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þann 29. nóvember 2022 tók byggðaráð ákvörðun um að selja 1-2 fasteignir í Miðgarði á Egilsstöðum. Það staðfestist hér með að þar var átt við fasteignina Miðgarð 5b, fastanúmer 217-6014, og er sveitarstjóra veitt umboð, fyrir hönd sveitarfélagsins, til að ganga frá sölu eignarinnar og undirrita öll skjöl því tengd.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

2.Sumarlokun skrifstofanna 2023

Málsnúmer 202302098Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá skrifstofustjóra Múlaþings varðandi sumarlokun skrifstofa sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð leggur til við sveitarstjórn að sumarlokun skrifstofa sveitarfélagsins á Borgarfirði, Seyðisfirði og Djúpavogi verði frá og með mánudeginum 3.júlí og til og með föstudeginum 28. júlí. Skrifstofa sveitarfélagsins á Egilsstöðum verði lokuð frá og með mánudeginum 17. júlí og til og með föstudeginum 28. júlí.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

3.Fundagerð stjórnar skólaskrifstofu Austurlands 2022

Málsnúmer 202302109Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Skólaskrifstofu Austurlands, dags. 27.12.2022.

Lagt fram til kynningar

4.Fundargerðir stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga 2022

Málsnúmer 202201168Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga, dags. 27.01.2023.

Lagt fram til kynningar

5.Öldugata 14 Seyðisfirði

Málsnúmer 202209107Vakta málsnúmer

Til umræðu voru valkostir varðandi framtíðarnýtingu húsnæðis sveitarfélagsins að Öldugötu 14 á Seyðisfirði.

Í vinnslu.

6.Seyðisfjörður - Ritun og útgáfa á sögu Seyðisfjarðar

Málsnúmer 202104002Vakta málsnúmer

Fyrir liggur greinargerð varðandi hugmyndir um ritun sögu Seyðisfjarðar.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Byggðaráð Múlaþings samþykkir að veita 600.000kr styrk til Sögufélags Austurlands til að standa straum af kostnaði vegna fyrirhugaðs málþings er varðar undirbúning á ritun Sögu Seyðisfjarðar.

Samþykkt með 4 atkvæðum og einn sat hjá (ÍKH)

7.Háski, kynningarbréf, skriðurnar á Seyðisfirði

Málsnúmer 202302047Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá fulltrúa Hafdal framleiðslu varðandi mögulegan styrk af hálfu sveitarfélagsins vegna gerðar þriðju myndar Háska seríunnar er fjallar um skriðurnar á Seyðisfirði í desember 2020 auk umsagnar atvinnu- og menningarmálastjóra.

Eftirfarandi tillaga lögð fram:
Þar sem fyrri úthlutun menningarstyrkja Múlaþings fyrir árið 2023 hefur verið afgreidd er ekki hægt að verða við fyrirliggjandi ósk um styrkveitingu að svo stöddu. Byggðaráð Múlaþings leggur til við Hafdal framleiðslu að sækja um styrk vegna verkefnisins í síðari úthlutun menningarstyrkja Múlaþings sem stefnt er að verði auglýst á heimasíðu sveitarfélagsins í ágúst.

Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Fundi slitið - kl. 11:45.

Getum við bætt efni þessarar síðu?