Fara í efni

Byggðaráð Múlaþings

73. fundur 31. janúar 2023 kl. 08:30 - 10:40 í fjarfundi
Nefndarmenn
  • Berglind Harpa Svavarsdóttir formaður
  • Vilhjálmur Jónsson varaformaður
  • Ívar Karl Hafliðason aðalmaður
  • Hildur Þórisdóttir aðalmaður
  • Helgi Hlynur Ásgrímsson aðalmaður
  • Þröstur Jónsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Björn Ingimarsson sveitarstjóri
  • Guðlaugur Sæbjörnsson fjármálastjóri
  • Inga Þorvaldsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Inga Þorvaldsdóttir fulltrúi á stjórnsýslusviði

1.Fjármál 2023

Málsnúmer 202301003Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri og sveitarstjóri fóru yfir og kynntu mál er varða fjármál og rekstur sveitarfélagsins.

2.Seyðisfjörður - Ritun og útgáfa á sögu Seyðisfjarðar

Málsnúmer 202104002Vakta málsnúmer

Fyrir liggur minnisblað frá atvinnu- og menningarmálastjóra Múlaþings varðandi verkefnið Saga Seyðisfjarðar auk fundargerðar undirbúningsnefndar að söguritun Seyðisfjarðar dags. 23.01.2023. Atvinnu- og menningarmálastjóri kom inn á fundinn undir þessum lið og fór yfir stöðu verkefnisins.

Í vinnslu.

Gestir

  • Aðalheiður Borgþórsdóttir - mæting: 09:10

3.Stjórnsýslukæra varðandi hæfi sveitarstjórnarfulltrúa

Málsnúmer 202209206Vakta málsnúmer

Fyrir liggur álit innviðaráðuneytis vegna stjórnsýslu Múlaþings, sbr. 2.tl. 2.mgr. 112.gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 ásamt m.a. umsögn sveitarfélagsins við erindi dags. 22.09.2022 varðandi vanhæfi Þrastar Jónssonar.

Samandregið álit ráðuneytisins:
Ekki eru gerðar athugasemdir við ákvörðun sveitarstjórnar og byggðaráðs sveitarfélagsins Múlaþings um að venslamaður sveitarstjórnarfulltrúans Þrastar Jónssonar hafi átt sérstakra eða verulegra hagsmuna að gæta umfram aðra vegna mála sem voru til afgreiðslu sveitarstjórnar í tengslum við val á tengileiðum vegna Fjarðarheiðaganga.

Bendir ráðuneytið sveitarfélaginu á að kynna sér þau sjónarmið sem rakin hafa verið í álitinu. Að öðru leyti telur ráðuneytið málinu lokið af sinni hálfu.

Lagt fram til kynningar.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Inniviðaráðuneytið skrifar 13 blaðsíður þar sem slegið er í og úr og án þess að kveða upp úrskurð um hvort ég sé vanhæfur eða ekki. Orðalagið er haft eins loðið og hægt er og ekki er lagt mat á hvort rétt vinnubrögð hafi verið notuð gegn mér í byggðarráði og bæjarstjórn.
Því má segja að hér hafi verið farin löng leið að engri niðurstöðu. Ljóst er að þetta mál fer lengra í íslenskri stjórnsýslu því það er fordæmisgefandi fyrir allar sveitarstjórnir á landinu. Verði málinu haldið opnu þá er búið að framselja meirihlutum í sveitarstjórnum gríðarlega mikið vald sem ekki stenst sveitarstjórnarlög. Vanhæfisreglur sveitarstjórnarlaga ber að túlka mjög þröngt svo kjörnir fulltrúar komist hjá því að lýsa sig vanhæfa í óþægilegum málum og þegar litið er til fámennari sveitarfélaga úti á landsbyggðinni. Allt þetta mál byggir á valdníðslu meirihlutans því þeim hugnast ekki þau sjónarmið sem ég stend fyrir og var m.a. kosinn út á í síðustu sveitarstjórnarkosningum í leiðarvalinu.

4.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202301211Vakta málsnúmer

Fyrir liggur boðun á XXXVIII landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldið verður 31. mars 2023. Landsþingsfulltrúar verða boðnir til þingsins með sérstöku bréfi með dagskrá þingsins og gögnum.

Lagt fram til kynningar.

5.Almannavarnarnefnd í umdæmi lögreglustjórans á Austurlandi - fundargerðir 2023

Málsnúmer 202301189Vakta málsnúmer

Fyrir liggur fundargerð Almannavarnarnefndar Austulands , dags. 23.01.2023.

Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerðir Sambands Íslenskra sveitarfélaga 2023

Málsnúmer 202301190Vakta málsnúmer

Fyrir liggja fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 20.01.2023.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:40.

Getum við bætt efni þessarar síðu?