Fara í efni

Stjórnsýslukæra varðandi hæfi sveitarstjórnarfulltrúa

Málsnúmer 202209206

Vakta málsnúmer

Byggðaráð Múlaþings - 73. fundur - 31.01.2023

Fyrir liggur álit innviðaráðuneytis vegna stjórnsýslu Múlaþings, sbr. 2.tl. 2.mgr. 112.gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 ásamt m.a. umsögn sveitarfélagsins við erindi dags. 22.09.2022 varðandi vanhæfi Þrastar Jónssonar.

Samandregið álit ráðuneytisins:
Ekki eru gerðar athugasemdir við ákvörðun sveitarstjórnar og byggðaráðs sveitarfélagsins Múlaþings um að venslamaður sveitarstjórnarfulltrúans Þrastar Jónssonar hafi átt sérstakra eða verulegra hagsmuna að gæta umfram aðra vegna mála sem voru til afgreiðslu sveitarstjórnar í tengslum við val á tengileiðum vegna Fjarðarheiðaganga.

Bendir ráðuneytið sveitarfélaginu á að kynna sér þau sjónarmið sem rakin hafa verið í álitinu. Að öðru leyti telur ráðuneytið málinu lokið af sinni hálfu.

Lagt fram til kynningar.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Inniviðaráðuneytið skrifar 13 blaðsíður þar sem slegið er í og úr og án þess að kveða upp úrskurð um hvort ég sé vanhæfur eða ekki. Orðalagið er haft eins loðið og hægt er og ekki er lagt mat á hvort rétt vinnubrögð hafi verið notuð gegn mér í byggðarráði og bæjarstjórn.
Því má segja að hér hafi verið farin löng leið að engri niðurstöðu. Ljóst er að þetta mál fer lengra í íslenskri stjórnsýslu því það er fordæmisgefandi fyrir allar sveitarstjórnir á landinu. Verði málinu haldið opnu þá er búið að framselja meirihlutum í sveitarstjórnum gríðarlega mikið vald sem ekki stenst sveitarstjórnarlög. Vanhæfisreglur sveitarstjórnarlaga ber að túlka mjög þröngt svo kjörnir fulltrúar komist hjá því að lýsa sig vanhæfa í óþægilegum málum og þegar litið er til fámennari sveitarfélaga úti á landsbyggðinni. Allt þetta mál byggir á valdníðslu meirihlutans því þeim hugnast ekki þau sjónarmið sem ég stend fyrir og var m.a. kosinn út á í síðustu sveitarstjórnarkosningum í leiðarvalinu.

Sveitarstjórn Múlaþings - 33. fundur - 08.02.2023

Fyrir liggur álit innviðaráðuneytis vegna stjórnsýslu Múlaþings, sbr. 2.tl. 2.mgr. 112.gr. sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011 ásamt m.a. umsögn sveitarfélagsins við erindi dags. 22.09.2022 varðandi vanhæfi Þrastar Jónssonar.

Samandregið álit ráðuneytisins:
Ekki eru gerðar athugasemdir við ákvörðun sveitarstjórnar og byggðaráðs sveitarfélagsins Múlaþings um að venslamaður sveitarstjórnarfulltrúans Þrastar Jónssonar hafi átt sérstakra eða verulegra hagsmuna að gæta umfram aðra vegna mála sem voru til afgreiðslu sveitarstjórnar í tengslum við val á tengileiðum vegna Fjarðarheiðaganga.

Bendir ráðuneytið sveitarfélaginu á að kynna sér þau sjónarmið sem rakin hafa verið í álitinu. Að öðru leyti telur ráðuneytið málinu lokið af sinni hálfu.

Til máls tóku: Þröstur Jónsson, Jónína Brynjólfsdóttir, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Eyþór Stefánsson, Þröstur Jónsson, Jónína Brynjólfsdóttir og Þröstur Jónsson sem kom með andsvar.

Lagt fram til kynningar.

Þröstur Jónsson lagði fram eftirfarandi bókun:
Um er að ræða „Álit innviðaráðuneytisins VEGNA STJÓRNSÝSLU Múlaþings“
Ég fagna því að Innviðaráðuneytið hefur flýtt því að gera frumkvæðisathugun á stjórnsýslu Múlaþings eins og það hafði í huga að gera, skv fyrra svari til mín með bréfi dagsettu 21 sept. 2022, og ég fór fram á að yrði gerð í seinna erindi mínu til ráðuneytisins dagsettu 10 október 2022.
Í ofangreindu áliti skrifar Inniviðaráðuneytið 13 blaðsíður þar sem slegið er í og úr og án þess að kveða upp úrskurð um réttmæta stjórnsýslu né hvort ég sé vanhæfur eða ekki. Orðalagið er afar loðið og ekki er lagt mat á hvort rétt vinnubrögð hafi verið notuð gegn mér í byggðarráði og bæjarstjórn.
Í stað þess setur ráðuneytið í „hlutlausan gír" og nánast segir „hendið Þresti fyrir ljónin eins og ykkur listir ábyrgðin er ykkar“, en áréttar svo í næst síðustu setningu álitsins að sveitarfélaginu sé vissara að kynna sér rækilega sjónarmið sem komi fram í álitinu. Enda kemur þar ítrekað fram gagnrýni á stjórnsýslu Múlaþings í máli þessu.
Því má segja að hér hafi verið farin löng leið að engri niðurstöðu.

Þar sem lokaorð álitsins hljóða svo „Að öðru leyti telur ráðuneytið málinu lokið af sinni hálfu“ þá lít ég svo á að ráðuneytið ætli ekki að kveða upp úrskurð um hæfi eða vanhæfi mitt eins og um var beðið í seinna bréfi mínu til ráðuneytisins dagsett 10 október 2022.

Ef sá skilningur minn er réttur, þá er ljóst að þetta mál fer lengra í íslenskri stjórnsýslu því það er fordæmisgefandi fyrir allar sveitarstjórnir á landinu. Verði málinu haldið opnu þá er búið að framselja meirihlutum í sveitarstjórnum gríðarlega mikið vald sem ekki stenst sveitarstjórnarlög. Vanhæfisreglur sveitarstjórnarlaga ber að túlka mjög þröngt svo kjörnir fulltrúar komist hjá því að lýsa sig vanhæfa í óþægilegum málum og þegar litið er til fámennari sveitarfélaga úti á landsbyggðinni. Allt þetta mál byggir á valdníðslu meirihlutans því þeim hugnast ekki þau sjónarmið sem ég stend fyrir og var m.a. kosinn út á í síðustu sveitarstjórnarkosningum í leiðarvalinu.
Getum við bætt efni þessarar síðu?