Fara í efni

Votihvammur, breyting á deiliskipulagi

10.02.2022

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs hefur samþykkt að unnin verði breyting á deiliskipulagi Votihvamms í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Áformin verða kynnt á facebook síðu Múlaþings fimmtudaginn 10. febrúar kl. 12:00 og verður upptakan aðgengileg áfram. Jafnframt verður hægt að nálgast vinnslutillöguna á skrifstofum sveitarfélagsins að Lyngási 12, Egilsstöðum og hér neðar í fréttinni.

Almenningi er gefinn kostur á að senda inn ábendingar og/eða athugasemdir til skipulagsfulltrúa Múlaþings, Lyngási 12, 700 Egilstöðum eða á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is til og með 25. febrúar 2022.

Skipulagsfulltrúi Múlaþings,

Sigurður Jónsson

 

Gögn til kynningar:

Vinnslutillaga, dags. 31.01.22

Getum við bætt efni þessarar síðu?