Fara í efni

Verndarsvæði í byggð á Egilsstöðum

03.11.2021

Sveitarstjórn Múlaþings hefur samþykkt að kynna drög að tillögu um verndarsvæði í byggð á Egilsstöðum. Svæðið sem um ræðir er á ásnum norðan Fagradalsbrautar á milli Tjarnarbrautar að hluta og Lagaráss að hluta, við götuna Selás að hluta og götuna Laufás alla. Markmið laga nr. 87/2015 um verndarsvæði í byggð er að stuðla að vernd og varðveislu byggðar sem hefur sögulegt gildi.

Kynning á verkefninu verður send út á facebook síðu Múlaþings 4. nóvember kl. 17 en upptaka verður aðgengileg þar áfram.

Opið hús verður í Safnahúsinu á Egilsstöðum þriðjudaginn 9. nóvember frá kl. 16-18 þar sem verkefnastjórinn, Unnur Birna Karlsdóttir, kynnir tillöguna og svarar fyrirspurnum. Sýning á tillögunni mun hanga uppi í Safnahúsinu næstu vikur en auk þess verður hægt að kynna sér efni hennar hér á heimasíðunni. Um er að ræða húsakönnun og fornleifaskrá ásamt tillögu og greinagerð um verndarsvæði í byggð. Plakötin sem hanga uppi í Safnahúsinu eru einnig aðgengileg hér.

Almenningi er gefinn kostur á að senda inn athugasemdir og/eða ábendingar til skipulagsfulltrúa Múlaþings Lyngási 12, 700 Egilstöðum eða á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is til og með 18. nóvember 2021.

 

Skipulagsfulltrúi Múlaþings

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?