Fara í efni

Úlfsstaðaholt, frístundabyggð. Aðalskipulagsbreyting og nýtt deiliskipulag.

18.01.2023

Múlaþing kynnir breytingu á Aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs 2008-2028 vegna fyrirhugaðrar frístundabyggðar í landi Úlfsstaða á Völlum, í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða er kynnt nýtt deiliskipulag frístundabyggðarinnar skv. 40. gr. skipulagslaga.

Skipulagssvæðið, sem er um 4,5 ha að stærð, er í landi Úlfsstaða skammt austan gatnamóta Skriðdals- og Breiðdalsvegar og sunnan Einarsstaðavegar. Deiliskipulagið gerir ráð fyrir lóðum undir 12 frístundahús.

Vinnslutillögurnar ásamt kynningu á áformunum eru aðgengilegar á skrifstofum sveitarfélagsins og hér neðarn í fréttinni.

Almenningi er gefinn kostur á að senda inn ábendingar og/eða athugasemdir til skipulagsfulltrúa Múlaþings, Lyngási 12, 700 Egilsstöðum, eða á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is til og með 3. febrúar 2023.

Skipulagsfulltrúi Múlaþings

Sigurður Jónsson

Skipulagsgögn

Aðalskipulagsbreyting, greinargerð

Deiliskipulag, greinargerð og umhverfisskýrsla

Deiliskipulag, uppdráttur

 

Getum við bætt efni þessarar síðu?