Fara í efni

Suðursvæði Egilsstaða, óveruleg breyting á deiliskipulagi

22.10.2024

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings samþykkti þann 21. október 2024 að grenndarkynna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Suðursvæðis Egilsstaða skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt er fyrir fasteignaeigendum Bláargerðis 2, 8-10 og 12-14. Leigjendur fasteigna teljast einnig til hagsmunaaðila og eru eigendur ábyrgir fyrir því að kynna þeim tillöguna.

Skipulagsáætlunin er unnin af EFLU fyrir hönd sveitarfélagsins. Markmið tillögunnar er að breyta óbyggðri parhúsalóð við Bláargerði 4 í fjögurra íbúða raðhúsalóð auk þess sem skipulagi er breytt á öðrum lóðum til samræmis við núverandi byggð.

Smelltu hér til að skoða gögn og skila inn athugasemd.

Frestur til athugasemda er til 21. nóvember 2024.

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillöguna til og með 21. nóvember 2024. Tekið er á móti athugasemdum á rafrænan hátt í gegnum Skipulagsgátt. Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum gegnum netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is

Umsagnir um skipulagsmál teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn og umsagnir koma fram í fundargerðum sveitarfélagsins og eru aðgengileg opinberlega á Skipulagsgáttinni.

Skipulagsfulltrúi Múlaþings

Sigríður Kristjánsdóttir

Getum við bætt efni þessarar síðu?