Fara í efni

Stuðlagil, ferðaþjónustu og áfangastaður. Auglýsing um niðurstöðu sveitarstjórnar.

20.12.2023

Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti þann 13. desember 2023 tillögu að rammahluta Aðalskipulags Fljótsdalshéraðs 2008-2028 fyrir Stuðlagil á Jökuldal, samkvæmt 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Tillagan var auglýst frá 20. október 2023 til 1. desember 2023. Athugasemdir gáfu ekki tilefni til breytinga á tillögunni og hefur hún verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Þau sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Múlaþings.

Skipulagsfulltrúi Múlaþings

Sigurður Jónsson

Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd