Fara í efni

Stækkun á hafnarsvæði og nýtt safnasvæði á Seyðisfirði

12.03.2024

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings samþykkti á fundi 4. mars 2024 að kynna vinnslutillögu fyrirhugaðra breytinga á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 vegna stækkunar á hafnarsvæði og nýju safnasvæði, í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða er kynnt vinnslutillaga vegna breytinga á gildandi deiliskipulagi svæðisins í samræmi við 3. mgr. 40 gr. sömu laga.

Markmið breytinganna er að auka athafnarými hafnarinnar og tryggja öruggt athafnasvæði fyrir hafnsækna starfsemi til framtíðar. Einnig er markmiðið að tryggja öruggt svæði fyrir uppbyggingu á Tækniminjasafni Austurlands.

Ofangreindar skipulagstillögur eru aðgengilegar í gegnum vef Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is undir málsnúmerum 272/2024 og 282/2024.

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillögurnar til og með 16. apríl 2024. Tekið er á móti athugasemdum á rafrænan hátt í gegnum Skipulagsgátt. Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum gegnum netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is

Smelltu hér til að skoða gögn og skila inn athugasemd við aðalskipulagsbreytingu

Smelltu hér til að skoða gögn og skila inn athugasemd við deiliskipulagsbreytingu

Umsagnir um skipulagsmál teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn og umsagnir koma fram í fundargerðum sveitarfélagsins og eru aðgengileg opinberlega á Skipulagsgáttinni.

Skipulagsfulltrúi Múlaþings

Sigurður Jónsson

Getum við bætt efni þessarar síðu?