Fara í efni

Snjóflóðavarnarkeilur norðan Öldugarðs

22.09.2023

Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti þann 13. september 2023 að auglýsa tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Seyðisfjarðarkaupstaðar 2010-2030 vegna viðbótaravarna norðan Öldugarðs í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samhliða er auglýst tillaga að breytingu á deiliskipulagi snjóflóðavarnargarða undir Bjólfshlíðum í samræmi við 41. gr. skipulagslaga.

Múlaþing í samstarfi við Ofanflóðasjóð áformar að koma upp auknum snjóflóðavörnum á Seyðisfirði, þ.e.a.s. norðan við snjóflóðavarnargarðinn Öldugarð sem nú er í framkvæmd. Fyrirhuguð framkvæmd felur í sér byggingu á 5 varnarkeilum og er tilgangur þeirra að verja iðnaðar- og hafnarsvæði í botni Seyðisfjarðar.

Ofangreindar skipulagstillögur eru aðgengilegar í gegnum Skipulagsgátt undir málsnúmerum 256/2023 og 31/2023.

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillögurnar frá 25. september 2023 til og með 6. nóvember 2023. Tekið er á móti athugasemdum á rafrænan hátt í gegnum Skipulagsgátt. Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum gegnum netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is

Smelltu hér til að skoða gögn og skila inn athugasemd við aðalskipulagsbreytingu

Smelltu hér til að skoða gögn og skila inn athugasemd við deiliskipulagsbreytingu

Umsagnir um skipulagsmál teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn og umsagnir koma fram í fundargerðum sveitarfélagsins og eru aðgengileg opinberlega á Skipulagsgáttinni.

 

Skipulagsfulltrúi Múlaþings,

Sigurður Jónsson

Getum við bætt efni þessarar síðu?