Fara í efni

Hótel Eyvindará, óveruleg breyting á deiliskipulagi

06.10.2023

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings samþykkti þann 18. september 2023 óverulega breytingu á deiliskipulagi ferðaþjónustu á Eyvindará II.

Skipulagsbreytingin var kynnt í  Skipulagsgátt frá 3. júlí til 7. ágúst 2023. Fasteignaeigendum við Eyvindará 1 (L157589), Eyvindará 4 (L157593), Eyvindará lóð 7 (L208366) og Eyvindará /lóð 2 (L194118) voru einnig send kynningargögn með bréfpósti. Umsögn barst frá Minjastofnun Íslands en HEF, RARIK og HAUST skiluðu ekki umsögn.

Umhverfis- og framkvæmdaráð fjallaði um athugasemdir á fundi sínum 18. september 2023 þar sem eftirfarandi tillaga var samþykkt: Umhverfis- og framkvæmdaráð fór yfir umsagnir og athugasemdir sem bárust við grenndarkynningu deiliskipulagsins. Skipulagsfulltrúa er falið að gera drög að umsögn um athugasemdir í samræmi við umræður á fundinum. Ráðið telur ekki að athugasemdir gefi tilefni til að gera breytingar á skipulagsáætluninni en felur formanni og skipulagsfulltrúa að funda með þeim er sendu inn athugasemdir. Umhverfis og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á deiliskipulagi. 

Þeir sem óska nánari upplýsinga um tillöguna og niðurstöðu umhverfis- og framkvæmdaráðs geta snúið sér til skrifstofu skipulagsfulltrúa, Lyngási 12, 700 Egilsstaðir eða sent fyrirspurn á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is.

 

Skipulagsgögn:

Óveruleg breyting á deiliskipulagi ferðaþjónustu á Eyvindará II

Getum við bætt efni þessarar síðu?