Fara í efni

Frummatsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum vegna framleiðslu á laxi í Seyðisfirði

08.12.2020

Fiskeldi Austfjarða hf. hefur lagt fram frummatsskýrslu um mat á umhverfisáhrifum vegna 10.000 tonna framleiðslu á laxi í Seyðisfirði. Allir geta kynnt sér frummatsskýrsluna og lagt fram athugasemdir. Frummatsskýrslan er aðgengileg hér og viðaukar eru aðgengilegir hér. Gögnin eru einnig aðgengileg á skrifstofu Sveitarfélagsins Múlaþings í Seyðisfirði, Skipulagsstofnun og í Þjóðarbókhlöðunni.

Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast eigi síðar en 28. desember 2020 til Skipulagsstofnunar eða með tölvupósti á skipulag@skipulag.is

Verkís hefur tekið að sér að kynna frummatsskýrsluna fyrir hönd fyrirtækisins, svara umsögnum og athugasemdum við skýrsluna og gera matsskýrslu sem Skipulagsstofnun mun byggja á vegna álitsgerðar um umhverfismatið. Tilgangur vefsíðunnar er að upplýsa íbúa á Austurlandi frekar um framkvæmdina og niðurstöður umhverfismatsins.

Getum við bætt efni þessarar síðu?