Fara í efni

Frístundabyggð í landi Úlfsstaða, óveruleg breyting á deiliskipulagi

21.06.2024

Þann 27. maí 2024 samþykkti umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings óverulega breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í landi Úlfsstaða í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Í gildi er deiliskipulagið "Frístundabyggð í landi Úlfsstaða á Völlum í Fljótsdalshéraði" sem samþykkt var 19. október 2005. Breyting er gerð á uppdrætti og greinargerð, sem tekur til lóða 35-36 í Úlfsstaðaskógi og almennra skilmála sem eiga við um alla frístundabyggðina. Breytingin er unnin í samvinnu við Félag húseiganda í Úlfsstaðaskógi.

Fyrirhuguð breyting tekur til afmarkaðs svæðis, víkur ekki frá notkun þess og er í samræmi við þá byggð sem fyrir er. Jafnframt var samþykkt, með vísan til gr. 5.9.3. í skipulagsreglugerð, að falla frá grenndarkynningu breytinganna.

Smelltu hér til að skoða gögn  skipulagsbreytingarinnar

Getum við bætt efni þessarar síðu?