Fara í efni

Fjóluhvammur 4, óveruleg breyting á deiliskipulagi

20.03.2025

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings samþykkti þann 10. mars 2025 að grenndarkynna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi Hvamma í Fellabæ skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt er fyrir fasteignaeigendum við Fjóluhvamm 1, 2, 3 og Smárahvamm 2.

Skipulagsáætlunin er unnin af LOGG ehf. fyrir hönd lóðarumsækjanda.

Um er að ræða breytingu á gildandi skipulagi fyrir íbúðabyggð að Hvömmum í Fellabæ sem er frá árinu 2009, með síðari breytingum frá árinu 2022. Breytingin felst í því að byggingarreitur er stækkaður og færður til, nýtingarhlutfall eykst úr 0,16 í 0,23 og leyfileg hámarkshæð veggjar frá plötu efri hæðar hækkar um 0,4 m.

Smelltu hér til að skoða gögn og skila inn athugasemd.

 

Frestur til athugasemda er til 16. apríl 2025.

Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum gegnum netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is eða í síma 4-700-700.

Umsagnir um skipulagsmál teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn og umsagnir koma fram í fundargerðum sveitarfélagsins og eru aðgengileg opinberlega á Skipulagsgáttinni.

Skipulagsfulltrúi Múlaþings

Sigríður Kristjánsdóttir

Getum við bætt efni þessarar síðu?
Valmynd