Fara í efni

Djúpivogur, aðalskipulagsbreyting. Ný vegtenging, íbúða- og atvinnusvæði og veitur, vinnslutillaga.

30.06.2022

Múlaþing kynnir fyrirhugaða breytingu á Aðalskipulagi Djúpavogshrepps 2008-2020 í samræmi við 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felur í sér stækkun á athafnasvæðinu við Innri-Gleðivík, nýja vegtengingu frá þjóðvegi 1 að athafna- og iðnaðarsvæðinu við Innri-Gleðivík, nýja ferðamannabryggju við Djúpavog og ný fráveitumannvirki frá Innri-Gleðivík, Ytri-Gleðivík og Djúpavogi þvert yfir Langatanga og út í sjó við Bóndavörðumöl. Breytingin felur einnig í sér stækkun á íbúðasvæði við Fögruhlíðakletta í framhaldi af Borgarlandi og stækkun íbúðarsvæðis við Hammersminni, ásamt lagningu sjólagna við Innri-Gleðivík.

Upptöku af kynningu vinnslutillögunnar má sjá hér að neðan ásamt uppdrætti og greinargerð. Jafnframt verður hægt að nálgast vinnslutillöguna á skrifstofum sveitarfélagsins.

Almenningi er gefinn kostur á að senda inn ábendingar og/eða athugasemdir til skipulagsfulltrúa Múlaþings Lyngási 12, 700 Egilstöðum eða á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is til og með 20. júlí 2022.

 

Skipulagsfulltrúi Múlaþings

Sigurður Jónsson

 

Gögn til kynningar:

Greinargerð, dags. 16. júní 2022

Uppdráttur, dags. 16. júní 2022

Getum við bætt efni þessarar síðu?