Fara í efni

Deiliskipulag í landi Klaustursels

10.07.2024

Heimastjórn Fljótsdalshéraðs samþykkti þann 4. júlí 2024 að auglýsa að nýju deiliskipulagstillögu fyrir ferðaþjónustu í landi Klaustursels á Jökuldal skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagið var áður auglýst í apríl/maí 2023 en hefur nú verið uppfært með athugasemdir Skipulagsstofnunar til hliðsjónar.

Skipulagsáætlunin er unnin af Teiknistofunni AKS fyrir hönd landeigenda. Markmiðið er að stuðla að innviðauppbyggingu við Stuðlagil sem ætlað er að tryggja öryggi gesta og skapa þeim umgjörð til ánægjulegrar upplifunar af íslenskri náttúru.

Smelltu hér til að skoða gögn og skila inn athugasemd.

Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við skipulagstillöguna til og með 28. ágúst 2024. Tekið er á móti athugasemdum á rafrænan hátt í gegnum Skipulagsgátt. Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum gegnum netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is

Umsagnir um skipulagsmál teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn og umsagnir koma fram í fundargerðum sveitarfélagsins og eru aðgengileg opinberlega á Skipulagsgáttinni.

 

Skipulagsfulltrúi Múlaþings

Sigurður Jónsson

Getum við bætt efni þessarar síðu?