Fara í efni

Borgarland 27-27 og 50-54, óveruleg breyting á deiliskipulagi

19.10.2023

Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings samþykkti þann 16. október 2023 að grenndarkynna óverulega breytingu á deiliskipulagi Borgarland, efsti hluti skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt er fyrir fasteignaeigendum við Borgarland 21, 38, 40, 42, 44 og 46.

Um er að ræða breytingu á gildandi skipulagi sem samþykkt var árið 2019, ásamt áorðnum breytingum. Breyting er gerð á uppdrætti og greinargerð og tekur til lóða 23-29 og 50-54 við Borgarland, ásamt samgöngukerfis.

Tillagan er í kynningu frá 20. október til og með 17. nóvember 2023. Tekið er á móti athugasemdum á rafrænan hátt í gegnum vef Skipulagsstofnunar www.skipulagsgatt.is undir málsnúmerinu 749/2023. Hægt er að óska eftir nánari leiðbeiningum gegnum netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is eða í síma 4-700-700.

Smelltu hér til að skoða gögn og skila inn athugasemd við skipulagsbreytinguna

Umsagnir um skipulagsmál teljast til opinberra gagna. Vakin er athygli á því að nöfn og umsagnir koma fram í fundargerðum sveitarfélagsins og eru aðgengileg opinberlega á Skipulagsgáttinni.

 

Virðingarfyllst,

Skipulagsfulltrúi Múlaþings

Getum við bætt efni þessarar síðu?