Fara í efni

Athafnasvæði á Djúpavogi, nýtt deiliskipulag, vinnslutillaga

21.03.2023

Heimastjórn Djúpavogs hefur samþykkt að kynna vinnslutillögu nýs deiliskipulags fyrir athafna- og hafnarsvæði við Innri Gleðivík í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Með deiliskipulagsgerðinni vill sveitarfélagið tryggja nægt lóðaframboð fyrir athafnastarfsemi sem hentar fjölbreyttri atvinnustarfsemi og þar með bregðast við aukinni eftirspurn eftir slíkum lóðum. Markmið með deiliskipulaginu er að skapa svæði til uppbyggingar á athafnastarfsemi og jafnframt huga vel að ásýnd svæðisins til þess að stuðla að jákvæðri ímynd Djúpavogs og góðri upplifun gesta.

Hægt er að nálgast vinnslutillögu verkefnisins á skrifstofum sveitarfélagsins og hér neðar í fréttinni.

Almenningi er gefinn kostur á að senda inn ábendingar og/eða athugasemdir til skipulagsfulltrúa Múlaþings Lyngási 12, 700 Egilstöðum eða á netfangið skipulagsfulltrui@mulathing.is til og með 13. apríl 2023.

Skipulagsfulltrúi Múlaþings

Sigurður Jónsson

Skipulagsgögn:

Deiliskipulag athafna- og hafnarsvæði við innri Gleðivík, Greinargerð og umhverfisskýrsla, dags. 01.03.2023

Deiliskipulag athafna- og hafnarsvæði við innri Gleðivík, Uppdráttur, dags. 01.03.2023

Getum við bætt efni þessarar síðu?